Kynning á European Voluntary Service (EVS) í Sigtúni 42

8.12.2015 kl.14-16

Árlega er Evrópa unga fólksins að styrkja 50 ungmenni frá Evrópu og 10 íslensk ungmenni í sjálfboðaverkefni.

í tilefni 20 ára afmæli EVS hefur fjármagnið aukist og hægt að styrkja mun fleiri ungmenni til að öðlast reynslu á alþjóðavettvangi. Ísland fær úthlutað 80 milljónir á ári til að styrkja samtök og sveitarfélög til að senda og/eða taka á móti sjálfboðaliðum.

Frábært tækifæri fyrir íslensk samtök/sveitarfélög sem vilja efla starf sitt með aðkomu ungra sjálfboðaliða frá Evrópu.
Frábært tækifæri fyrir íslensk ungmenni á aldrinum 18-30 að fara til Evrópu og öðlast lærdómsreynslu fyrir lífið.

Meðalstyrkur á mánuði til að taka á móti/senda einn sjálfboðaliða er kr. 105.000 fyrir uppihaldi og vasapeningum, auk ferðastyrks.

Nánari upplýsingar er á heimasíðu EUF: http://www.euf.is/styrkir/evs-verkefni/

Vinsamlegast sendið þennan tölvupóst áfram á þá sem eiga erindi á þennan kynningarviðburð.

Vinsamlegast skráið ykkur hér