Stjórnarfundur USVS 18.apríl 2013 – Fundargerð

Mættir voru: Ragnheiður, Pálmi, Petra, Ástþór, Erla Þórey, Kristín Ásgeirs og Kjartan

Dagskrá fundarins

1. Stjórn skiptir með sér verkum

a. Pálmi verður áfram gjaldkeri

b. Erla Þórey verður ritari

 

2. Fara yfir tillögur frá Sambandsþingi

Stjórn fór yfir tillögur frá síðasta sambandsþingi og fól framkvæmdastjóra eftirfarandi verkefni:

• Breyta reglugerð um val á íþróttamanni ársins eins og samþykkt var á þinginu.

• Að skipuleggja þriðjudagsmótaröð í sumar sem yrði haldin til skiptis í Vík og á Klaustri með tveimur mótum þar sem öðrum félögum verður boðin þátttaka.

• Breyta reglugerð varðandi úthlutun á styrkjum úr Æskulýðssjóði USVS eins og var samþykkt á síðasta Sambandsþingi.

• Útbúa gátlista fyrir aðildarfélög vegna þekkingarleysis í þjálfun tæknigreina í frjálsum íþróttum.

• Skipuleggja fund með sveitarstjórum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps vegna sameiningar stöðu íþróttafulltrúa hjá sveitarfélögunum og framkvæmdastjórastöðu USVS.

• Halda dómara- og þjálfaranámskeið í sem flestum greinum.

 

3. Landsmót 50+ verkefni og verkaskipting

Kjartan fór yfir undirbúning sem er þegar búinn og það sem framundan er. Framundan er skipulögð vinna sjálfboðaliða við andlitslyftingu á keppnissvæðinu. Ragnheiður bað um uppástungur vegna setningarathafnar. Umræða um það.

 

4. Heimasíða USVS, Facebook og myndir

Kjartan fór yfir starf framkvæmdastjóra frá síðasta Sambandsþingi. Taldi hann meðal annars upp:

• Uppsetning á heimasíðu

• Facebook síða

• Skönnun á gömlum myndum

• Flutningur á skrifstofu

• Starfsskýrsluskil

• Undirbúningur á Landsmóti 50+

 

5. Önnur mál

a. Ástþór vill að metaskrá sé yfirfarin og uppfærð.

b. Umræða um mót USVS og eru fundarmenn sammála um að samskiptaleysi valdi því að framkvæmd mótanna er stundum ekki eins og best er á kosið.

 

Fundi slitið
Kjartan Kárason skrifaði fundargerð