Tveir keppendur frá USVS, ásamt þjálfara voru mættir á Laugardalsvöll fyrr í dag, til að keppa á Vormóti Fjölnis.
Þetta voru Elín Gróa Kjartansdóttir og Vignir Jóhannson, en þau voru mætt ásamt Ástþóri Jóni Tryggvasyni þjálfara sem þau hafa æft hjá síðan um miðjan maí.

Árangurinn var vægast sagt góður hjá keppendum okkar en úrslitin voru eftirfarandi;

Elín Gróa Kjartansdóttir;
3.sæti í 60m á tímanum 10,34sek.
4.sæti í 800m á tímanum 3:26,70

Vignir Jóhannson;
5.sæti í kúluvarpi, kastaði 5,80m
7.sæti í Langstökki, stökk 3,09m
8.sæti í 60m á tímanum 10,84

Vægast sagt góð byrjun á sumrinu okkar, og augljóst að þessir krakkar eiga einungis eftir að bæta sig.

Maður uppsker eins og maður sáir.
Áfram USVS !