FRÉTTIR USVS

Lið ICEWEAR í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum 2017

  5  Skaftfellskir knapar tóku þátt í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í vetur undir merkjum ICEWEAR sem styrkti þátttöku liðsins í deildinni. Suðurlandsdeildin er ný deild í hestaíþróttum sem hófst í vetur og samanstóð af 4 keppniskvöldum á tveggja vikna fresti í janúar til mars þar sem tólf 5 manna lið blönduð áhugamönnum og atvinnumönnum tóku þátt. Keppt var í fjórgangi, parafimi, tölti og fimmgangi og voru tvenn úrslit í hverri grein annarsvegar fyrir áhugamenn og hinsvegar fyrir atvinnumenn. Liði ICEWEAR gekk með ágætum og skiluðu knapar sér í úrslit í 5 skipti af þessum 8 úrslitum. Deildin var einstaklega vel heppnuð, vel sótt af áhorfendum og þótti liði ICEWEAR einstaklega skemmtilegt að vera þátttakendur í henni, vegna árangursins er liði með öruggt sæti að ári og er þegar farið að leggja grunn að enn metnaðarfullri þátttöku næsta...

Ársþing USVS 2016

46. Ársþing USVS verður haldið á Hótel Laka þann 19. mars 2016 kl 10:00. Dagskrá skv. lögum USVS. Frestur til að skila inn tillögum að laga og/eða reglugerðarbreytingum er eigi síðar en 12. mars.

Innanhúsmót USVS 2016

Innanhúsmót í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttarhúsinu Kirkjubæjarklaustri 27. febrúar. 2016 mótið hefst kl. 10:00. Tekið er við skráningum í gegn um tölvupóst, netfangið er usvs@usvs.is skráning sendist með nafni og kennitölu keppenda ásamt hvaða keppnisgreinar viðkomandi vill keppa í. Keppnisgreinar fyrir fólk á öllum aldri, sjáumst hress.

Ráðstefna fyrir fólk á aldrinum 16 – 25 ára á vegum UMFÍ

Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði February 17, 2016

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur nú í sjöunda sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Niður með grímuna – geðheilbrigði ungmenna á Íslandi og mun hún fara fram 16. – 18. mars á Hótel Selfossi. Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni en jafnframt koma Héraðssambandið Skarphéðinn og Sveitarfélagið Árborg að undirbúningi.

Ungmennafélagið Katla Starfsárið 2015

Árleg þrettándagleði var haldin venju samkvæmt þann 6.janúar í Leikskálum, veitt verðlaun fyrir íþróttamann ársins , efnilegasta íþróttamann ársins og björtustu vonina að því loknu var spilað bingó. Ekkert varð af flugeldasýningu þetta árið vegna veðurs (aldrei þessu vant).

Gleðilega hátíð

Sendum okkar bestu jóla-og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða. Stjórn og starfsfólk USVS