Mýrdalshlaupið fór fram í dag, annað árið í röð og voru keppendur 22 talsins. Hlaupið var frá Dyrhólaós eftir Reynisfjöru, upp á og eftir brún Reynisfjalls og loks niður til Víkur. Vegalengdin eru 10km og er hlaupið utan vega. Veðrið lék við keppendur og Mýrdalurinn skartaði sínu fegursta.

Kári Steinn Karlsson með örugga forystu í Mýrdalshlaupinu.

Veitt voru verðlaun fyrir 3 efstu sætin í karla og kvennaflokkum.

Kári Steinn Karlsson kom fyrstur í mark á tímanum 42,49. Snorri Gunnarsson var annar á 49,35 og Guðni Páll Pálsson þriðji á 49,46.

Fyrst kvenna í mark var Jónína Gunnarsdóttir á 57,39, Guðbjörg Margrét Björnssdóttir önnur á 58,36 og Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir sú þriðja á 59,39.

Mýrdalshlaup 2014

1 Kári Steinn Karlsson 42,49
2 Snorri Gunnarsson 49,35
3 Guðni Páll Pálsson 49,46
4 Ásgeir Haukur Einarsson 53,33
5 Ástþór Jón Tryggvason 57,03
6 Jónína Gunnarsdóttir 57,39
7 Reynir Guðmundsson 58,19
8 Guðbjörg Margrét Björnsdóttir 58,36
9 Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir 59,39
10 Aldís Arnardóttir 1.03,29
11 Gunnar Már Gunnarsson 1.05,57
12 Steingerður hreinsdottir 1.06,16
13 Súsanna Ernst Friðriksdóttir 1.06,52
14 Ingólfur Ö Arnarson 1.11,30
15 Hákon Hjartarson 1.11,37
16 Victoria Sabína Reynoldsdóttir 1.12,13
17 Sigurborg Kristinsdóttir 1.14,26
18 Valgerður Ólafsdóttir 1.15,28
19 Hrafnhildur Hlín Hjartardóttir 1.21,37
20 Guðrún Lilja Kristófersdóttir 1.36,29
21 Alexandra Marín Sveinsdóttir 1.36,35
22 Guðlaug Björk Sigurðardóttir 1.37,42

USVS vill þakka styrktaraðilum hlaupsins, Icewear, Afreksvörur, Arcanum, Mjólkursamsalan, Fagradalsbleykja, E. Guðmundsson ehf, og Mýrdalshrepp, fyrir alla hjálpina.

Síðast en ekki síst þakkar USVS öllum þeim sjálfboðaliðum sem komu að framkvæmd hlaupsins og auðvitað keppendum fyrir þáttökuna og góðan dag og vonum við að sem flestir komi aftur á næsta ári!