Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur nú í sjöunda sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Niður með grímuna – geðheilbrigði ungmenna á Íslandi og mun hún fara fram 16. – 18. mars á Hótel Selfossi. Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni en jafnframt koma Héraðssambandið Skarphéðinn og Sveitarfélagið Árborg að undirbúningi.

Ungmennaráð UMFÍ hefur fengið til liðs við sig fagfólk frá Kvíðameðferðarstöðinni. Áhersla verður lögð á óformlegt nám og virka þátttöku í vinnustofum ráðstefnunnar. Dagskrá verður með fjölbreyttu sniði, sjá dagskrá hér.

Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 80 manns. Þátttakendum yngri en 18 ára verður að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald eru 12.000kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.

Skráningafrestur er til 26. febrúar. Vinsamlegast sendið skráningar á netfangið usvs@usvs.is

Frétt tekin ef vef UMFÍ