Styrkhæf teljast verkefni sem uppfylla kröfur 5.gr reglugerðar USVS um Æskulýðssjóð

  1. grein

Framlög úr æskulýðssjóði má veita til eftirtalinna verkefna, svo fremi að þau verkefni nýtist að öllu, eða mestöllu leyti, æsku aðildarfélaga USVS.

  1. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna
  2. Íþróttastarfs, svo sem keppnisferða og námskeiða á því sviði.
  3. Forvarnarstarfs gegn neyslu vímuefna.
  4. Tómstunda- og menningarstarfs
  5. Annarra verkefna sem snúa að æskulýðsmálum og teljast í samræmi við yfirlýst stefnumið UMFÍ og USVS.

Reglugerð um Æskulýðssjóð

Umsóknir berist til Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu með tölvupósti á usvs@usvs.is fyrir 1. Mars n.k

Nánari upplýsingar veitir Gísli Steinar framkvæmdastjóri á netfanginu usvs@usvs.is.