Reglugerð um lottóúthlutun og útbreiðslustyrk

1. grein.
Lottótekjurnar skiptast þannig:

  1. 10% í æskulýðssjóð USVS.
  2. 70% til USVS.
  3. 20% til aðildarfélaga USVS.
  4. útbreiðslustyrkur allur til aðildarfélaga.

2. grein

Skipting milli félaganna:

  • A.    25% eftir fjölda mættra fulltrúa á USVS þingi og sambandsráðsfundi USVS.
  • B.    75% eftir fjölda félaga. Þannig að hver félagsmaður er aðeins talinn einu sinni. Ef viðkomandi er félagi í fleiri en einu aðildarfélagi innan USVS skiptist hann á milli þeirra félaga sem hann er félagi í.

3. grein

Forsendur fyrir skiptingu milli félaganna:

  • a) Starfi félag ekki samkvæmt lögum USVS kemur það ekki til greina við úthlutun.
  • b) Vegna reglu 2A, þarf fulltrúi að vera mættur við afgreiðslu kjörbréfa og sitja meirihluta þingtímans til að teljast hafa mætt á USVS þing.
  • c) Einn úthlutunardagur er á ári, 1.maí.