Laust starf framkvæmdastjóra

Laust starf framkvæmdastjóra

Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf framkvæmdastjóra sambandsins í 50% stöðu. Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt verkefnum sem stjórn félagsins setur fyrir. Reynsla af störfum og rekstri innan ungmennahreyfingarinnar eða öðrum félagasamtökum er kostur. Framkvæmdastjóri þarf að hafa búsetu í Vestur-Skaftafellssýslu. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa áhuga á verkefnum ungmennahreyfingarinnar.  Gerð er krafa um hreint sakarvottorð í samræmi við reglur íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar. Æskilegt er að viðkomandi  geti hafið störf sem fyrst. Umsóknir ásamt meðmælum sendist á usvs@usvs.is fyrir 1. September...
Íþróttahátíð USVS

Íþróttahátíð USVS

Íþróttahátíð USVS   Íþróttahátíð USVS verður haldin á Víkurvelli laugardaginn 29. ágúst og hefst keppni kl 10:00. Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum.     7 ára og yngri 60m. Langstökk Boltakast   8-9 ára 60m 400m Langstökk Boltakast         10-11 ára 60m 600m Langstökk Kúluvarp Spjótkast   12-13 ára 80m 600m Langstökk Kúluvarp Spjótkast   14-15 ára 100m 800m Langstökk Kúluvarp Spjótkast   16 ára og eldri 100m 800m 1500m Langstökk Kúluvarp Spjótkast   Tímaseðill Skráningar sendist á usvs@usvs.is...
Frábær árangur á Vormóti Fjölnis

Frábær árangur á Vormóti Fjölnis

Tveir keppendur frá USVS, ásamt þjálfara voru mættir á Laugardalsvöll fyrr í dag, til að keppa á Vormóti Fjölnis.
Þetta voru Elín Gróa Kjartansdóttir og Vignir Jóhannson, en þau voru mætt ásamt Ástþóri Jóni Tryggvasyni þjálfara sem þau hafa æft hjá síðan um miðjan maí.