Við hjá USVS eru ánægð með þátttökuna á Unglingalandsmótið sem verður um Verslunarmannahelgina á Egilsstöðum. Nítján keppendur keppa fyrir USVS í 88 greinum. Keppendur keppa í frjálsíþróttun, strandblaki, kökuskreytingum, knattspyrnu, skák, stafsetningu, sundi og motorcross.
Author: Erla Þórey Ólafsdóttir
-
Unglingalandsmót á Egilsstöðum
Unglingalandsmót verður haldið um verslunarmannahelgina á Egilstöðum. USVS hvetur alla á aldrinum 11-18 ára til þátttöku í einhverjum af þeim fjölmörgu greinum sem í boði eru. Skráningar eru hafnar inn á umfi.felog.is
Þá er einnig í boði fjölbreytt skemmtidagskrá fyrir alla fjölskylduna þannig að allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi.
Gott væri að heyra frá þeim sem að ætla að fara. Vinsamlegast látið vita í gegnum tölvupóstfangið usvs@usvs.is eða í síma Erlu Þóreyjar s:8631809.
USVS ætlar að greiða keppnisgjald að fullu fyrir keppendur sína að þessu sinni.
Sjáumst öll á Egilstöðum um verslunnarmannahelgina!
-
Landsmót 50+ Hveragerði
Nú styttist heldur betur í Landsmót UMFÍ 50+ í Hveragerði, sem verður dagana 23.-25. júní.
Ertu tilbúin/n?
USVS hvetur til þátttöku og vonast til að fólk fjölmenni á þennan skemmtilega viðburð. Opnað var fyrir skráningu 1. júní. Það er hægt að skrá sig á umfi.is.
Á mótinu í Hveragerði verður hægt að keppa í fjölda greina allt frá kúluvarpi til pútts, fuglagreiningar, strandblaki til pönnukökubaksturs og stígvélakasts. Þá er bridds eftir, golf, boccía og utanvegahlaupið. Þetta er bara brot af greinunum
-
Ungmennafélagið Katla stóð að mörgum viðburðum í Hreyfiviku.
Hreyfivika heppnaðis mjög vel þetta árið. Ungmennafélagið Katla stóð að mörgum viðburðum.
Á mánudaginn var samstarfsverkefni Lögreglunnar, Ungmennafélagsins Kötlu og Grunnskólans. Lögreglan fór með nemendur í elstu bekkjum grunnskólans í hjólaferð þar sem einnig var farið yfir helstu umferðareglur. Það var líka fjör í leikskólanum á mánudaginn. Þar var um að ræða samstarf Lögreglu, Ungmennafélags Kötlu og leikskólans og var farið með eldri deild leikskólans í gönguferð og farið yfir helstu umferðarreglur.
Stærsti viðburður Ungmennafélagsins Kötlu var síðan Mýrdalshlaupið sem var haldið laugardaginn 3. júní. Það tóku þátt 21 hlauparar í hlaupinu. Tveir landsliðsmenn tóku þátt í hlaupinu þeir Guðni Páll Pálsson og Kári Steinn Karlsson. Engin met voru slegin að þessu sinni enda hátt í 20 metrar á sek. upp á Reynisfjalli.
-
Íþróttamaður USVS 2016 Elín Árnadóttir
Elín Árnadóttir hefur tekið á síðustu árum tekið miklum framförum í reiðmennsku sinni. Hugur hennar snýr alfarið að hestamennskunni og hefur hún unnið með skóla og á sumrin á stóru hestabúi. Henni hefur gengið verulega vel í keppni á árinu 2016 og var hápunkturinn þegar hún náði inn í B-úrslit á Landsmóti hestamanna í sumar.
-
Efnilegasti íþróttamaður USVS 2016
Ólöf Sigurlína Einarsdóttir var valin efnilegasti íþróttamaður ársins 2016 hjá USVS. Hún hefur tekið stórstígum framförum síðasta árið. Ólöf keppti með liði Hófadyns í Meistaradeild æskunnar ásamt 4 öðrum krökkum af Suðurlandi og stóð sig með miklum sóma. Meðfylgjandi er mynd af liðinu og þar er Ólöf önnur frá hægri.
-
Lið ICEWEAR í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum 2017
5 Skaftfellskir knapar tóku þátt í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í vetur undir merkjum ICEWEAR sem styrkti þátttöku liðsins í deildinni. Suðurlandsdeildin er ný deild í hestaíþróttum sem hófst í vetur og samanstóð af 4 keppniskvöldum á tveggja vikna fresti í janúar til mars þar sem tólf 5 manna lið blönduð áhugamönnum og atvinnumönnum tóku þátt. Keppt var í fjórgangi, parafimi, tölti og fimmgangi og voru tvenn úrslit í hverri grein annarsvegar fyrir áhugamenn og hinsvegar fyrir atvinnumenn. Liði ICEWEAR gekk með ágætum og skiluðu knapar sér í úrslit í 5 skipti af þessum 8 úrslitum. Deildin var einstaklega vel heppnuð, vel sótt af áhorfendum og þótti liði ICEWEAR einstaklega skemmtilegt að vera þátttakendur í henni, vegna árangursins er liði með öruggt sæti að ári og er þegar farið að leggja grunn að enn metnaðarfullri þátttöku næsta vetur.