Ungmennafélagið Katla stóð að mörgum viðburðum í Hreyfiviku.

Ungmennafélagið Katla stóð að mörgum viðburðum í Hreyfiviku.

Hreyfivika  heppnaðis mjög vel þetta árið. Ungmennafélagið Katla stóð að mörgum viðburðum. Á mánudaginn var samstarfsverkefni Lögreglunnar, Ungmennafélagsins Kötlu og Grunnskólans. Lögreglan fór með nemendur í elstu bekkjum grunnskólans í hjólaferð þar sem einnig var farið yfir helstu umferðareglur. Það var líka fjör í leikskólanum á mánudaginn. Þar var um að ræða samstarf Lögreglu, Ungmennafélags Kötlu  og leikskólans og var farið með eldri deild leikskólans í gönguferð og farið yfir helstu umferðarreglur.  Stærsti viðburður Ungmennafélagsins Kötlu var síðan Mýrdalshlaupið sem var haldið laugardaginn 3. júní. Það tóku þátt 21 hlauparar í hlaupinu. Tveir landsliðsmenn tóku þátt í hlaupinu þeir Guðni Páll Pálsson og Kári Steinn Karlsson. Engin met voru slegin að þessu sinni enda hátt í 20 metrar á sek. upp á...
Ungmennafélagið Katla Starfsárið 2015

Ungmennafélagið Katla Starfsárið 2015

Árleg þrettándagleði var haldin venju samkvæmt þann 6.janúar í Leikskálum, veitt verðlaun fyrir íþróttamann ársins , efnilegasta íþróttamann ársins og björtustu vonina að því loknu var spilað bingó. Ekkert varð af flugeldasýningu þetta árið vegna veðurs (aldrei þessu vant).