Category: Uncategorized

  • Áramótakveðja frá USVS

    Ungmennasamband Vestur-Skaftafellsýslu óskar Sunnlendingum og landsmönnum öllum gleðilegs nýrs árs og þakkar ánægjulegt samstarf á árinu.

  • Verðlaunarhafar á Unglingalandsmóti 2018

    Verðlaunarhafar á Unglingalandsmóti 2018

    Gullverðlaun

    Birna Sólveig Kristófersdóttir 100 m grindarhlaup 16-17 ára, 17,48

    Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, hástökk 11 ára, 1,37

    Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, þrístökk 11 ára 8,95

    Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, tölt unglingaflokkur, heildarheinkunn 6,61

    Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, fjógangur unglingaflokkur, heildareinkunn 6,80

    Svanhildur Guðbrandsdóttir / Sóley frá Syðri-Fljótum, fimmgangur unglingaflokkur, heildareinkunn 4,38

    Silfurverðlaun

    Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, langstökk 11 ára, 4,05

    Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, 60 m 11 ára, 9,41

    Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, kúlivarp 11 ára, 6,81

    Sólrún Lára Sverrisdóttir, kökuskreytingar einstaklingskeppni 15-18 ára

    Heiðrún Hrund Sigurðardóttir, stafsetning 15-18 ára

    Sveit UMF. Kötlu/Tindastóll 4 x100m boðhlaup (Birna Sólveig, Kristín og Sigríður Ingibjörg)

    Bronsverðlaun

    Karl Anders Þórólfur Karlsson, hástökk 13 ára, 1,41

    Birna Sólveig, þrístökk 16-17 ára, 9,68

    Bjarni Dagur Bjarnason, skák

  • Dagskrá Innanhúsmót USVS

    Innanhúsmót USVS Klaustur 2018

     

     

    Kl.10:00           

    Hástökk                      16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna

    Langstökk                     12-13 ára stráka og stúlkna

    Þrístökk                                 10-11 ára stráka og stúlkna

    Boltakast                               8-9 ára stráka og stúlkna

     

    10:30     

    Hástökk                                  10-11 ára stráka og stúlkna

    Langstökk                              8-9 ára stráka og stúlkna

    Þrístökk                                  16 ár og eldri Karla og pilta 14-15 ára

    Kúluvarp                                 12-13 ára strákar og stelpur

     

    11:00

    Hástökk                                  12-13 ára strákar og stelpur

    Langstökk                              7 ára og yngri strákar og stelpur

    Þrístökk                                  16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna

    Kúluvarp                                 10-11 ára strákar og stelpur

     

    11:30

    Langstökk                            10-11 ára strákar og stelpur

    Þrístökk                                  7 ára og yngri

    Kúluvarp                              16 ára og eldri karlar og piltir 14-15 ára

     

    11:45

    Hástökk                                16 ára og eldri karlar og pilta 14-15 ára

    Langstökk                            16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna

    Þrístökk                                8-9 ára strákar og stelpur

    Boltakast                              7 ára og yngri strákar og stelpur

     

    12:00

    Langstökk                              16 ára og eldri karlar og pilta 14-15 ára

    Þrístökk                                12-13 ára strákar og stelpur

    Kúluvarp                                 16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna

     

    600 m                                     8-9 ára strákar og stelpur

    600 m                                     10-11 ára strákar og stelpur

    600 m                                     12-13 ára strákar og stelpur

     

  • Íþróttamaður USVS 2016 Elín Árnadóttir

    Íþróttamaður USVS 2016 Elín Árnadóttir

    Elín Árnadóttir hefur tekið á síðustu árum tekið miklum framförum í reiðmennsku sinni. Hugur hennar snýr alfarið að hestamennskunni og hefur hún unnið með skóla og á sumrin á stóru hestabúi. Henni hefur gengið verulega vel í keppni á árinu 2016 og var hápunkturinn þegar hún náði inn í B-úrslit á Landsmóti hestamanna í sumar.

  • Laust starf framkvæmdastjóra

    Laust starf framkvæmdastjóra

    Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf framkvæmdastjóra sambandsins í 50% stöðu.

    Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt verkefnum sem stjórn félagsins setur fyrir.

    Reynsla af störfum og rekstri innan ungmennahreyfingarinnar eða öðrum félagasamtökum er kostur. Framkvæmdastjóri þarf að hafa búsetu í Vestur-Skaftafellssýslu. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa áhuga á verkefnum ungmennahreyfingarinnar.  Gerð er krafa um hreint sakarvottorð í samræmi við reglur íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar. Æskilegt er að viðkomandi  geti hafið störf sem fyrst.

    Umsóknir ásamt meðmælum sendist á usvs@usvs.is fyrir 1. September n.k.

  • Íþróttahátíð USVS

    Íþróttahátíð USVS

    Íþróttahátíð USVS

     

    Íþróttahátíð USVS verður haldin á Víkurvelli laugardaginn 29. ágúst og hefst keppni kl 10:00.

    Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum.

     

     

    7 ára og yngri

    60m.

    Langstökk

    Boltakast

     

    8-9 ára

    60m

    400m

    Langstökk

    Boltakast

     

     

     

     

    10-11 ára

    60m

    600m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    12-13 ára

    80m

    600m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    14-15 ára

    100m

    800m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    16 ára og eldri

    100m

    800m

    1500m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    Tímaseðill

    Skráningar sendist á usvs@usvs.is

     

  • Kristín Lárusdóttir heimsmeistari!!!

    Kristín Lárusdóttir heimsmeistari!!!

    Kristín Lárusdóttir náði þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í tölti á hesti sínum, Þokka frá Efstu-Grund, á heimsmeistaramótinu í Herning í Danmörku. Sigurinn er enn stærri fyrir það að töltið er jafnan aðal keppnisgreinin á heimsmeistarmótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingur innan vébanda USVS verður heimsmeistari. USVS óskar Kristínu Lárusdóttur til hamingju með þennan frábæra árangur. Sigrarnir gerast vart stærri.

  • Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri

    Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri

    Nú líður senn að Unglingalandsmótinu á Akureyri um verslunarmannahelgina. USVS vill hvetja öll ungmenni og foreldra þeirra, á sambandssvæðinu, að fjölmenna norður. Við skemmtum okkur öll vel á mótinu í fyrra og fjörið verður ekki síðra í ár. Boðið upp á fjölda greina við allra hæfi. Við ætlum svo sannarlega að fjölmenna einnig í ár.

    Upplýsingar og skráning á vefsíðu mótsins á www.ulm.is. Skráningarfrestur er til 26. júlí.

  • Kristín Lárusdóttir valin í landsliðið í hestaíþróttum

    Kristín Lárusdóttir valin í landsliðið í hestaíþróttum

    Einn af íþróttamönnum okkar í USVS, Kristín Lárusdóttir, var valin nú í vikunni í landsliðið í hestaíþróttum. Kristín hefur náð frábærum árangri síðustu misserin á Þokka frá Efstu-Grund og á hún því landsliðssætið svo sannarlega skilið. USVS óskar Kristínu Lárusdóttur til hamingju með landsliðssætið.

  • Mýrdalshlaupið 2015

    Mýrdalshlaupið 2015

    Mýrdalshlaupið verður á sínum stað þann 6. júní.

    Skráning er hafin á vef hlaup.is