Category: Uncategorized

  • Innanhúsmót USVS 2015

    Innanhúsmót USVS 2015

    Innanhúsmót USVS verður haldið á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 1. mars n.k. Mótið hefst kl 11:00. Athugið breytta dagsetningu!

    Tímaseðil mótsins má sjá á hér

    Að auki er keppt í eftirfarandi sundgreinum:
    9-10 ára – 25 m bringa, 25 skrið
    11-12 ára –  50m skrið, 50m bringa, 50m bak
    13-15 ára – 50m skrið, 50m bringa, 50m bak
    Skráning hjá usvs@usvs.is
    Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta koma og taka þátt!

  • Guðni Páll kveður USVS

    Guðni Páll kveður USVS

    Guðni Páll Pálsson kom fjórði í mark í Gamlárshlaupi ÍR á tímanum 34:32. Guðni hefur undanfarin ár verið einn af bestu, ef ekki besti íþróttamaður USVS. Á árinu 2014 setti Guðni 4 héraðsmet í 800m, 5km, 10km og hálfu maraþoni.
    Meðal afreka hans á árinu má nefna 800m hlaup á vormóti HSK þar sem hann hafnaði í 2. sæti á tímanum 1:59,61 og bætti þar með héraðsmet Guðna Einarssonar frá árinu 1987 (eða jafn gamalt honum sjálfum) um tæpar 7 sekúndur.
    Í Reykjavíkurmaraþoni kom hann í mark á tímanum 1:17:07 og hafnaði í 3. sæti Íslenskra karla. Hann bætti þar með, aftur héraðsmet, að vísu í þetta skipti met sem hann átti sjálfur frá árinu áður. Hápunktur ársins var þó Ármannshlaupið en þar kom Guðni í mark á tímanum 33:07 og hafnaði í 3 sæti. Ekki nóg með það, heldur var þetta 3. besti tími ársins og 20. besti 10km tími frá upphafi á Íslandi. Þetta er þó aðeins brot af afrekum hans á árinu sem er að líða.

    Guðni kveður nú USVS í bili með Gamlárshlaupinu, en hann gengur nú eftir áramót til liðs við ÍR þar sem hann æfir með fremsta frjálsíþróttafólki landsins. Í febrúar heldur hann með liði ÍR til Madríd, þar sem þau munu taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í víðavangshlaupum.

    USVS þakkar Guðna Páli fyrir góð ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum vettvangi.

  • Silfurleikar ÍR

    Þann 15. nóvember næstkomandi verða haldnir Silfurleikar ÍR í Laugardalshöllinni í Reykjvík. Silfurleikarnir er frjálsíþróttamót fyrir krakka á aldrinum 11-17 ára og er einnig fjölþraut fyrir 10 ára og yngri. Keppt er í eftirtöldum greinum; 60m, 60m grind, 200m, 600m, 800m, þrístökk, langstökk og hástökk. Keppni hefst kl: 09:00 og er áætlað að hún klárist 17:15. Við hvetjum alla til að taka þátt og hægt er að senda póst á usvs@usvs.is eða hringja í síma 8410199. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu ÍRhttp://www.ir.is/Deildir/Frjalsar/FrjalsithrottavidburdirIR/SilfurleikarIR/ . Skráningarfrestur er til 10. nóv.

  • 44. ársþing USVS

    44. ársþing USVS

    44. ársþing USVS fór fram á Hótel Laka á Kirkjubæjarklaustri laugardaginn 29. mars.
    Góð mæting var á þingið sem var starfssamt og gott. Þá var tilkynnt um val Íþróttamanns ársins og efnilegasta íþróttamannsins.
    Íþróttamaður ársins er að þessu sinni Hlynur Guðmyndsson, hestamannafélaginu Sindra. Efnilegasti íþróttamaðurinn er Guðný Árnadóttir, ungmennafélaginu Kötlu.

    Ný stjórn var kosin á þinginu og í henni sitja:

    Þorsteinn M. Kristinsson formaður
    Erla Þórey Ólafsdóttir
    Pálmi Kristjánsson
    Ástþór Jón Tryggvason
    Bergur Sigfússon

    Varastjórn:
    Ármann Gíslason
    Kristín Ásgeirsdóttir
    Eyrún Elvarsdóttir