Kristín Lárusdóttir heimsmeistari!!!

Kristín Lárusdóttir heimsmeistari!!!

Kristín Lárusdóttir náði þeim frábæra árangri að verða heimsmeistari í tölti á hesti sínum, Þokka frá Efstu-Grund, á heimsmeistaramótinu í Herning í Danmörku. Sigurinn er enn stærri fyrir það að töltið er jafnan aðal keppnisgreinin á heimsmeistarmótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem einstaklingur innan vébanda USVS verður heimsmeistari. USVS óskar Kristínu Lárusdóttur til hamingju með þennan frábæra árangur. Sigrarnir gerast vart...
Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri

Unglingalandsmót UMFÍ á Akureyri

Nú líður senn að Unglingalandsmótinu á Akureyri um verslunarmannahelgina. USVS vill hvetja öll ungmenni og foreldra þeirra, á sambandssvæðinu, að fjölmenna norður. Við skemmtum okkur öll vel á mótinu í fyrra og fjörið verður ekki síðra í ár. Boðið upp á fjölda greina við allra hæfi. Við ætlum svo sannarlega að fjölmenna einnig í ár. Upplýsingar og skráning á vefsíðu mótsins á www.ulm.is. Skráningarfrestur er til 26....
Kristín Lárusdóttir valin í landsliðið í hestaíþróttum

Kristín Lárusdóttir valin í landsliðið í hestaíþróttum

Einn af íþróttamönnum okkar í USVS, Kristín Lárusdóttir, var valin nú í vikunni í landsliðið í hestaíþróttum. Kristín hefur náð frábærum árangri síðustu misserin á Þokka frá Efstu-Grund og á hún því landsliðssætið svo sannarlega skilið. USVS óskar Kristínu Lárusdóttur til hamingju með...
Innanhúsmót USVS 2015

Innanhúsmót USVS 2015

Innanhúsmót USVS verður haldið á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 1. mars n.k. Mótið hefst kl 11:00. Athugið breytta dagsetningu! Tímaseðil mótsins má sjá á hér Að auki er keppt í eftirfarandi sundgreinum: 9-10 ára – 25 m bringa, 25 skrið 11-12 ára –  50m skrið, 50m bringa, 50m bak 13-15 ára – 50m skrið, 50m bringa, 50m bak Skráning hjá usvs@usvs.is Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta koma og taka...
Guðni Páll kveður USVS

Guðni Páll kveður USVS

Guðni Páll Pálsson kom fjórði í mark í Gamlárshlaupi ÍR á tímanum 34:32. Guðni hefur undanfarin ár verið einn af bestu, ef ekki besti íþróttamaður USVS. Á árinu 2014 setti Guðni 4 héraðsmet í 800m, 5km, 10km og hálfu maraþoni. Meðal afreka hans á árinu má nefna 800m hlaup á vormóti HSK þar sem hann hafnaði í 2. sæti á tímanum 1:59,61 og bætti þar með héraðsmet Guðna Einarssonar frá árinu 1987 (eða jafn gamalt honum sjálfum) um tæpar 7 sekúndur. Í Reykjavíkurmaraþoni kom hann í mark á tímanum 1:17:07 og hafnaði í 3. sæti Íslenskra karla. Hann bætti þar með, aftur héraðsmet, að vísu í þetta skipti met sem hann átti sjálfur frá árinu áður. Hápunktur ársins var þó Ármannshlaupið en þar kom Guðni í mark á tímanum 33:07 og hafnaði í 3 sæti. Ekki nóg með það, heldur var þetta 3. besti tími ársins og 20. besti 10km tími frá upphafi á Íslandi. Þetta er þó aðeins brot af afrekum hans á árinu sem er að líða. Guðni kveður nú USVS í bili með Gamlárshlaupinu, en hann gengur nú eftir áramót til liðs við ÍR þar sem hann æfir með fremsta frjálsíþróttafólki landsins. Í febrúar heldur hann með liði ÍR til Madríd, þar sem þau munu taka þátt í Evrópukeppni félagsliða í víðavangshlaupum. USVS þakkar Guðna Páli fyrir góð ár og óskar honum velfarnaðar á nýjum...