Jun 19, 2020 | Fréttir
Íþróttamaður USVS 2019 er Birna Sólveig Kristófersdóttir. Birna er metnaðarfullur og hæfileikaríkur íþróttamaður. Hún kemur vel fram, er kurteis og góð fyrirmynd. Hennar besti árangur á árinu 2019 í frjálsum íþróttum er 4. Sæti í stangarstökki, 3. Sæti í 400m hlaupi og þrístökki, 2.sæti í 1500m á Meistaramóti Íslands 15-22 ára innanhúss. Þá varð hún unglingalandsmótsmeistari í þrístökki og varð í 2. Sæti í 100m grindarhlaupi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn. Birna stundar einnig af miklu kappi fimleika hjá umf Hamar, fimleikadeild Selfoss og Fimleikaakademíu FSU. Henni eru allir vegir færir á íþróttasviðinu og verður gaman að fylgjast áfram með afrekum hennar í framtíðinni. Efnilegasti íþróttamaður USVS 2019 er Stephanie Ósk Ingvarsdóttir. Stephanie vann mörg afrekin á frjálsíþróttavellinum á árinu 2019. Hún varð fjórfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands 11-14 ára innanhús og utanhús í langstökki og hástökki. Þá jafnaði hún Íslandsmetið í hástökki utanhús þegar hún stökk 1,56m á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli. Mánuði síðar sló hún íslandsmetið þegar hún sökk 1,57m á Sumarmóti umf.Þórs og umf.Kötlu. Hún varð einnig fjórfaldur unglingalandsmótsmeistari í hástökki, langstökki, þrístökki og 60m hlaupi. Þetta er án efa hápunktar ársins hjá Stephanie en verðlaunin eru fjöldamörg á árinu og hún meðal þeirra bestu á landinu í flestum greinum. Stephanie hefur mætt vel á æfingar, hún fer ávallt að fyrirmælum, er áhugasöm og metnaðarfull og leggur sig alla fram hvort sem er á æfingum eða í keppni. Stephanie hefur allt sem sannur afreksmaður þarf að hafa til að bera og það verður spennandi fylgjast með henni í...
Jun 18, 2020 | Fréttir
Á 50. ársþingi USVS var Fanney Ásgeirsdóttir kosin nýr formaður USVS. Fanney tekur við embættinu af Þorsteini Matthíasi Kristinssyni. Aðrir í stjórn eru Sæunn Káradóttir, Sigmar Helgason, Ragnar Þorsteinsson og Árni Jóhannsson.
Feb 16, 2020 | Fréttir
Jan 19, 2020 | Fréttir
Aug 7, 2018 | Fréttir, Uncategorized
Gullverðlaun Birna Sólveig Kristófersdóttir 100 m grindarhlaup 16-17 ára, 17,48 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, hástökk 11 ára, 1,37 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, þrístökk 11 ára 8,95 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, tölt unglingaflokkur, heildarheinkunn 6,61 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, fjógangur unglingaflokkur, heildareinkunn 6,80 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Sóley frá Syðri-Fljótum, fimmgangur unglingaflokkur, heildareinkunn 4,38 Silfurverðlaun Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, langstökk 11 ára, 4,05 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, 60 m 11 ára, 9,41 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, kúlivarp 11 ára, 6,81 Sólrún Lára Sverrisdóttir, kökuskreytingar einstaklingskeppni 15-18 ára Heiðrún Hrund Sigurðardóttir, stafsetning 15-18 ára Sveit UMF. Kötlu/Tindastóll 4 x100m boðhlaup (Birna Sólveig, Kristín og Sigríður Ingibjörg) Bronsverðlaun Karl Anders Þórólfur Karlsson, hástökk 13 ára, 1,41 Birna Sólveig, þrístökk 16-17 ára, 9,68 Bjarni Dagur Bjarnason,...
Mar 26, 2018 | Fréttir
Vilborg Smáradóttir, Vigfús Þ. Hróbjartsson, Linda Agnarsdóttir og Stefán Jónsson voru öll sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi USVS. Ársþingið fór fram á Kirkjubæjarklaustri á laugardaginn. Stefán Jónsson er félagi í Hestamannafélaginu Kópi og hefur verið það í tæp 55 ár eða frá stofnun þess þann 30.júní 1963.Stefán hefur ætíð verið áhugasamur um starfsemi félagsins og unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í þágu þess. Hann er ávallt mættur manna fyrstur t.d. þegar blásir er til leiks við undirbúning á mótsvæðinu fyrir mótahald og til ýmiskonar verka sem ekki eru endilega svo sýnileg en eru mikilvæg starfsemi félagsins. Hann er virkur þátttakandi í öllu félagsstarfi og mætir á flest öll mannamót á vegum félagsins. Hann lætur sér annt um æskulýðsstarf félagsins og fylgist vel með gangi þess. Alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd við það, sem og flest annað. Það að hann sé búin að vera virkur félagi í 55 ár er eitthvað sem vert er að þakka og við hin að bera virðingu fyrir. Linda Agnarsdóttir er búin að vera formaður Ungmennafélagsins Ármanns síðan 2011 eða í 7 ár. Hún var í stjórn USVS frá 2011-2014.Linda hefur borið hita og þungan af starfi Ungmennafélagsins Ármann frá því að hún tók við formennsku í félaginu. Starf félagsins hefur verið í föstum mótum frá því að hún tók við og hefur henni tekist að halda út æfingum og starfi með börnum og unglingum á þessum tíma. Það er ekki sjálfgefið að það gerist í litlum ungmennafélögum út á landi. Linda er fylgin sér og jákvæð. Hún tekur á móti hlutunum með jafnaðargeði og hefur þann eiginleika að geta séð hlutina með jákvæðni. Hún er...
Mar 26, 2018 | Fréttir
Á 48. ársþingi USVS var Vilborg Smáradóttir valin íþróttamaður ársins 2017. Vilborg hefur verið hestamannafélaginu Sindra til mikils sóma. Við teljum að hún sé vel að þessum titli komin.
Mar 26, 2018 | Fréttir
Á ársþingi USVS voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta íþróttamanns USVS. Tvær stúlkur voru tilnefndar, Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Elín Gróa Kjartansdóttir. Báðar hafa staðir sig mjög vel á árinu en Sigríður fékk titilinn efnilegasti íþróttamaður USVS. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir hefur lagt hart að sér í hestamennskunni á árinu 2017. Hún hefur verið með 2 hross í sinni eigu og séð alfarið um að þjálfa þau sjálf. Hún sótti sér aðstoð hjá reiðkennara á eigin vegum í sumar. Hún er mjög jákvæð bæði við þjálfun og keppni, leggur sig alltaf hundrað prósent fram og er alltaf tilbúin að vera með og prófa eitthvað nýtt. Samanber það að hún sótti um til LH að fara út til Belgíu á Youth camp síðastliðið sumar og var valin í það verkefni ásamt 4 öðrum stúlkum víðsvegar af landinu. Hún nýtti sér alla aðstoð sem hægt var að fá á vegum Hmf. Sindra, keppti á öllum mótum Sindra og einnig nokkrum mótum út á...
Mar 4, 2018 | Fréttir, Uncategorized
Innanhúsmót USVS Klaustur 2018 Kl.10:00 Hástökk 16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna Langstökk 12-13 ára stráka og stúlkna Þrístökk 10-11 ára stráka og stúlkna Boltakast 8-9 ára stráka og stúlkna 10:30 Hástökk 10-11 ára stráka og stúlkna Langstökk 8-9 ára stráka og stúlkna Þrístökk 16 ár og eldri Karla og pilta 14-15 ára Kúluvarp 12-13 ára strákar og stelpur 11:00 Hástökk 12-13 ára strákar og stelpur Langstökk 7 ára og yngri strákar og stelpur Þrístökk 16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna Kúluvarp 10-11 ára strákar og stelpur 11:30 Langstökk 10-11 ára strákar og stelpur Þrístökk 7 ára og yngri Kúluvarp 16 ára og eldri karlar og piltir 14-15 ára 11:45 Hástökk 16 ára og eldri karlar og pilta 14-15 ára Langstökk 16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna Þrístökk 8-9 ára strákar og stelpur Boltakast 7 ára og yngri strákar og stelpur 12:00 Langstökk 16 ára og eldri karlar og pilta 14-15 ára Þrístökk 12-13 ára strákar og stelpur Kúluvarp 16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna 600 m 8-9 ára strákar og stelpur 600 m 10-11 ára strákar og stelpur 600 m 12-13 ára strákar og stelpur...
Feb 14, 2018 | Auglýsing, Fréttir
Innanhúsmót í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 4. mars 2018 og hefst mótið kl. 10:00. Skráningar berist á netfangið usvs@usvs.is í síðasta lagi sólarhring fyrir mót, nafn og kennitala keppanda ásamt keppnisgreinum. Nánar um fyrirkomulag mótsins á heimasíðu USVS, www.usvs.is undir lög og reglugerðir USVS. Hvetjum alla til að mæta og taka...