FRÉTTIR USVS

Verðlaunarhafar á Unglingalandsmóti 2018

Gullverðlaun Birna Sólveig Kristófersdóttir 100 m grindarhlaup 16-17 ára, 17,48 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, hástökk 11 ára, 1,37 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, þrístökk 11 ára 8,95 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, tölt unglingaflokkur, heildarheinkunn 6,61 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, fjógangur unglingaflokkur, heildareinkunn 6,80 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Sóley frá Syðri-Fljótum, fimmgangur unglingaflokkur, heildareinkunn 4,38 Silfurverðlaun Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, langstökk 11 ára, 4,05 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, 60 m 11 ára, 9,41 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, kúlivarp 11 ára, 6,81 Sólrún Lára Sverrisdóttir, kökuskreytingar einstaklingskeppni 15-18 ára Heiðrún Hrund Sigurðardóttir, stafsetning 15-18 ára Sveit UMF. Kötlu/Tindastóll 4 x100m boðhlaup (Birna Sólveig, Kristín og Sigríður Ingibjörg) Bronsverðlaun Karl Anders Þórólfur Karlsson, hástökk 13 ára, 1,41 Birna Sólveig, þrístökk 16-17 ára, 9,68 Bjarni Dagur Bjarnason,...

Starfsmerki UMFÍ

Vilborg Smáradóttir, Vigfús Þ. Hróbjartsson, Linda Agnarsdóttir og Stefán Jónsson voru öll sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi USVS.  Ársþingið fór fram á Kirkjubæjarklaustri á laugardaginn. Stefán Jónsson er félagi í Hestamannafélaginu Kópi og hefur verið það í tæp 55 ár eða frá stofnun þess þann 30.júní 1963.Stefán hefur ætíð verið áhugasamur um starfsemi félagsins og unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í þágu þess. Hann er ávallt mættur manna fyrstur t.d. þegar blásir er til leiks við undirbúning á  mótsvæðinu fyrir mótahald og til ýmiskonar verka  sem ekki eru endilega svo sýnileg en eru mikilvæg starfsemi félagsins. Hann er virkur þátttakandi í öllu félagsstarfi og mætir á flest öll mannamót á vegum félagsins. Hann lætur sér annt um æskulýðsstarf félagsins og fylgist vel með gangi þess. Alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd við það, sem og flest annað. Það að hann sé búin að vera virkur félagi í 55 ár er eitthvað sem vert er að þakka og við hin að bera virðingu fyrir. Linda Agnarsdóttir er búin að vera formaður Ungmennafélagsins Ármanns síðan 2011 eða í 7 ár. Hún var í stjórn USVS frá 2011-2014.Linda hefur borið hita og þungan af starfi Ungmennafélagsins Ármann frá því að hún tók við formennsku í félaginu. Starf félagsins hefur verið í föstum mótum frá því að hún tók við og hefur henni tekist að halda út æfingum og starfi með börnum og unglingum á þessum tíma. Það er ekki sjálfgefið að það gerist í litlum ungmennafélögum út á landi. Linda er fylgin sér og jákvæð. Hún tekur á móti hlutunum með jafnaðargeði og hefur þann eiginleika að geta séð hlutina með jákvæðni. Hún er...

Íþróttamaður USVS 2017

Á 48. ársþingi USVS var Vilborg Smáradóttir valin íþróttamaður ársins 2017. Vilborg hefur verið hestamannafélaginu Sindra til mikils sóma. Við teljum að hún sé vel að þessum titli komin.

Efnilegasti íþróttamaður USVS

Á ársþingi USVS voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta íþróttamanns USVS. Tvær stúlkur voru tilnefndar, Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Elín Gróa Kjartansdóttir. Báðar hafa staðir sig mjög vel á árinu en Sigríður fékk titilinn efnilegasti íþróttamaður USVS. Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir hefur lagt hart að sér í hestamennskunni á árinu 2017. Hún hefur verið með 2 hross í sinni eigu og séð alfarið um að þjálfa þau sjálf. Hún sótti sér aðstoð hjá reiðkennara á eigin vegum í sumar. Hún er mjög jákvæð bæði við þjálfun og keppni, leggur sig alltaf hundrað prósent fram og er alltaf tilbúin að vera með og prófa eitthvað nýtt. Samanber það að hún sótti um til LH að fara út til Belgíu á Youth camp síðastliðið sumar og var valin í það verkefni ásamt 4 öðrum stúlkum víðsvegar af landinu. Hún nýtti sér alla aðstoð sem hægt var að fá  á vegum Hmf. Sindra, keppti á öllum mótum Sindra og einnig nokkrum mótum út á...

Dagskrá Innanhúsmót USVS

Innanhúsmót USVS Klaustur 2018     Kl.10:00            Hástökk                      16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna Langstökk                     12-13 ára stráka og stúlkna Þrístökk                                 10-11 ára stráka og stúlkna Boltakast                               8-9 ára stráka og stúlkna   10:30      Hástökk                                  10-11 ára stráka og stúlkna Langstökk                              8-9 ára stráka og stúlkna Þrístökk                                  16 ár og eldri Karla og pilta 14-15 ára Kúluvarp                                 12-13 ára strákar og stelpur   11:00 Hástökk                                  12-13 ára strákar og stelpur Langstökk                              7 ára og yngri strákar og stelpur Þrístökk                                  16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna Kúluvarp                                 10-11 ára strákar og stelpur   11:30 Langstökk                            10-11 ára strákar og stelpur Þrístökk                                  7 ára og yngri Kúluvarp                              16 ára og eldri karlar og piltir 14-15 ára   11:45 Hástökk                                16 ára og eldri karlar og pilta 14-15 ára Langstökk                            16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna Þrístökk                                8-9 ára strákar og stelpur Boltakast                              7 ára og yngri strákar og stelpur   12:00 Langstökk                              16 ára og eldri karlar og pilta 14-15 ára Þrístökk                                12-13 ára strákar og stelpur Kúluvarp                                 16 ára og eldri Kvenna og 14-15 ára stúlkna   600 m                                     8-9 ára strákar og stelpur 600 m                                     10-11 ára strákar og stelpur 600 m                                     12-13 ára strákar og stelpur...

Frjálsíþróttamót USVS innanhúss.

Innanhúsmót í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttamiðstöðinni á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 4. mars 2018 og hefst mótið kl. 10:00. Skráningar berist á netfangið usvs@usvs.is í síðasta lagi sólarhring fyrir mót, nafn og kennitala keppanda ásamt keppnisgreinum. Nánar um fyrirkomulag mótsins á heimasíðu USVS, www.usvs.is undir lög og reglugerðir USVS. Hvetjum alla til að mæta og taka...

USVS auglýsir eftir umsóknum í æskulýðssjóð sambandsins

Styrkhæf teljast verkefni sem uppfylla kröfur 5.gr reglugerðarUSVS um Æskulýðssjóð. grein Framlög úr æskulýðssjóði má veita til eftirtalinna verkefna, svo fremi að þau verkefni nýtist að öllu, eða mestöllu leyti, æsku aðildarfélaga USVS. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna 2. Íþróttastarfs, svo sem keppnisferða og námskeiða á því sviði. 3. Forvarnarstarfs gegn neyslu vímuefna. 4. Tómstunda- og menningarstarfs 5. Annarra verkefna sem snúa að æskulýðsmálum og teljast í samræmi við yfirlýst stefnumið UMFÍ og USVS. Umsóknir berist til UngmennasambandsVestur-Skaftafellssýslu með tölvupósti á usvs@usvs.is fyrir 1. mars...

Leikjaplan Fótboltamót Vík

Hver leikur tekur 7 mínútur  6-10 ára: 10:05 Ármann 1 –Katla 1 10:15 Ármann 2 – Katla 2 10:25  Ármann1 – Ármann 2 10:35 Katla 1-Katla 2 10:45 Katla 1 –Ármann 2 10:55 Katla 2 – Ármann 1 11:15 Viðurkenningar   Hver leikur tekur 12 mínútur, 2 x 6. 11-16 ára: 11:15 Ármann 3–Katla 3 11:30 Katla 3 – Katla 4 11:45 Katla 4- Ármann 3 12:00 Kvennalið –vinningslið úr 11-16 ára 12:15...

Knattspyrna-knattspyrna-knattspyrna

Innanhúsmót í knattspyrnu verður haldið  sunnudaginn 26. nóvember í Íþróttamistöðinni í Vík. Mótið hefst kl 10:00. Ungmennafélögin á svæðinu sjá um liðsskipan. Keppt verður í fjórum flokkum:  Karlaflokkur  Kvennaflokkur Flokkur 13 – 16 ára (bæði kyn spila saman) Flokkur 12 ára og yngri (bæði kyn spila saman) Spilað verður í hraðmótastíl. Það þýðir að hver flokkur verður kláraður áður en  byrjað verður á næsta. Liðaskráningar á að senda á usvs@usvs.is í síðasta lagi föstudaginn 24....

Nítján keppendur frá USVS á Unglingalandsmót

Við hjá USVS eru ánægð með þátttökuna á Unglingalandsmótið sem verður um Verslunarmannahelgina á Egilsstöðum. Nítján keppendur keppa fyrir USVS í 88 greinum. Keppendur keppa í frjálsíþróttun, strandblaki, kökuskreytingum, knattspyrnu, skák, stafsetningu, sundi og...