Einn af íþróttamönnum okkar í USVS, Kristín Lárusdóttir, var valin nú í vikunni í landsliðið í hestaíþróttum. Kristín hefur náð frábærum árangri síðustu misserin á Þokka frá Efstu-Grund og á hún því landsliðssætið svo sannarlega skilið. USVS óskar Kristínu Lárusdóttur til hamingju með landsliðssætið.