Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf framkvæmdastjóra sambandsins í 50% stöðu.

Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt verkefnum sem stjórn félagsins setur fyrir.

Reynsla af störfum og rekstri innan ungmennahreyfingarinnar eða öðrum félagasamtökum er kostur. Framkvæmdastjóri þarf að hafa búsetu í Vestur-Skaftafellssýslu. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa áhuga á verkefnum ungmennahreyfingarinnar.  Gerð er krafa um hreint sakarvottorð í samræmi við reglur íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar. Æskilegt er að viðkomandi  geti hafið störf sem fyrst.

Umsóknir ásamt meðmælum sendist á usvs@usvs.is fyrir 1. September n.k.