Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu

Íþróttamaður USVS og Efnilegasti íþróttamaður USVS 2019

Íþróttamaður USVS 2019 er Birna Sólveig Kristófersdóttir. Birna er metnaðarfullur og hæfileikaríkur íþróttamaður. Hún kemur vel fram, er kurteis og góð fyrirmynd. Hennar besti árangur á árinu 2019 í frjálsum íþróttum er 4. Sæti í stangarstökki, 3. Sæti í 400m hlaupi og þrístökki, 2.sæti í 1500m á Meistaramóti Íslands 15-22 ára innanhúss. Þá varð hún unglingalandsmótsmeistari í þrístökki og varð í 2. Sæti í 100m grindarhlaupi á Unglingalandsmóti UMFÍ á Höfn. Birna stundar einnig af miklu kappi fimleika hjá umf Hamar, fimleikadeild Selfoss og Fimleikaakademíu FSU. Henni eru allir vegir færir á íþróttasviðinu og verður gaman að fylgjast áfram með afrekum hennar í framtíðinni. Efnilegasti íþróttamaður USVS 2019 er Stephanie Ósk Ingvarsdóttir.  Stephanie vann mörg afrekin á frjálsíþróttavellinum á árinu 2019. Hún varð fjórfaldur Íslandsmeistari á Meistaramóti Íslands 11-14 ára innanhús og utanhús í langstökki og hástökki. Þá jafnaði hún Íslandsmetið í hástökki utanhús þegar hún stökk 1,56m á Meistaramóti Íslands á Laugardalsvelli. Mánuði síðar sló hún íslandsmetið þegar hún sökk 1,57m á Sumarmóti umf.Þórs og umf.Kötlu. Hún varð einnig fjórfaldur unglingalandsmótsmeistari í hástökki, langstökki, þrístökki og 60m hlaupi. Þetta er án efa hápunktar ársins hjá Stephanie en verðlaunin eru fjöldamörg á árinu og hún meðal þeirra bestu á landinu í flestum greinum. Stephanie hefur mætt vel á æfingar, hún fer ávallt að fyrirmælum, er áhugasöm og metnaðarfull og leggur sig alla fram hvort sem er á æfingum eða í keppni. Stephanie hefur allt sem sannur afreksmaður þarf að hafa til að bera og það verður spennandi fylgjast með henni í...