Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu

Verðlaunarhafar á Unglingalandsmóti 2018

Gullverðlaun Birna Sólveig Kristófersdóttir 100 m grindarhlaup 16-17 ára, 17,48 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, hástökk 11 ára, 1,37 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, þrístökk 11 ára 8,95 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, tölt unglingaflokkur, heildarheinkunn 6,61 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Aðgát frá Víðivöllum fremri, fjógangur unglingaflokkur, heildareinkunn 6,80 Svanhildur Guðbrandsdóttir / Sóley frá Syðri-Fljótum, fimmgangur unglingaflokkur, heildareinkunn 4,38 Silfurverðlaun Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, langstökk 11 ára, 4,05 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, 60 m 11 ára, 9,41 Stephanie Ósk Ingvarsdóttir, kúlivarp 11 ára, 6,81 Sólrún Lára Sverrisdóttir, kökuskreytingar einstaklingskeppni 15-18 ára Heiðrún Hrund Sigurðardóttir, stafsetning 15-18 ára Sveit UMF. Kötlu/Tindastóll 4 x100m boðhlaup (Birna Sólveig, Kristín og Sigríður Ingibjörg) Bronsverðlaun Karl Anders Þórólfur Karlsson, hástökk 13 ára, 1,41 Birna Sólveig, þrístökk 16-17 ára, 9,68 Bjarni Dagur Bjarnason,...

Starfsmerki UMFÍ

Vilborg Smáradóttir, Vigfús Þ. Hróbjartsson, Linda Agnarsdóttir og Stefán Jónsson voru öll sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi USVS.  Ársþingið fór fram á Kirkjubæjarklaustri á laugardaginn. Stefán Jónsson er félagi í Hestamannafélaginu Kópi og hefur verið það í tæp 55 ár eða frá stofnun þess þann 30.júní 1963.Stefán hefur ætíð verið áhugasamur um starfsemi félagsins og unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í þágu þess. Hann er ávallt mættur manna fyrstur t.d. þegar blásir er til leiks við undirbúning á  mótsvæðinu fyrir mótahald og til ýmiskonar verka  sem ekki eru endilega svo sýnileg en eru mikilvæg starfsemi félagsins. Hann er virkur þátttakandi í öllu félagsstarfi og mætir á flest öll mannamót á vegum félagsins. Hann lætur sér annt um æskulýðsstarf félagsins og fylgist vel með gangi þess. Alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd við það, sem og flest annað. Það að hann sé búin að vera virkur félagi í 55 ár er eitthvað sem vert er að þakka og við hin að bera virðingu fyrir. Linda Agnarsdóttir er búin að vera formaður Ungmennafélagsins Ármanns síðan 2011 eða í 7 ár. Hún var í stjórn USVS frá 2011-2014.Linda hefur borið hita og þungan af starfi Ungmennafélagsins Ármann frá því að hún tók við formennsku í félaginu. Starf félagsins hefur verið í föstum mótum frá því að hún tók við og hefur henni tekist að halda út æfingum og starfi með börnum og unglingum á þessum tíma. Það er ekki sjálfgefið að það gerist í litlum ungmennafélögum út á landi. Linda er fylgin sér og jákvæð. Hún tekur á móti hlutunum með jafnaðargeði og hefur þann eiginleika að geta séð hlutina með jákvæðni. Hún er...