Héraðsmót í frjálsum

Reglugerð um Héraðsmót í fjálsum

1.grein – Flokkar og keppnisgreinar.

1.1 Á Héraðsmót USVS skal keppt í karla og kvenna flokki.

1.2 Allir 14 ára og eldir hafa keppnisrétt. Miðað skal við fæðingarár.

1.3 Keppnisgreinar skulu vera ár hvert:
Karlar: 100m – 400m – 1500m – 4x100m – hástökk – langstökk/þrístökk – spjótkast – kúluvarp – kringlukast.

Konur: 100m – 400m – 1500m – 4x100m – hástökk – langstökk/þrístökk – spjótkast – kúluvarp – kringlukast.

Annaðhvert ár skal keppt í langstökki karla.
Annaðhvert ár skal keppt í þrístökki karla.

Annaðhvert ár skal keppt í langstökki kvenna.

Annaðhvert ár skal keppt í þrístökki kvenna.

1.4 Mótshaldara er frjálst að bæta við aukagreinum.

 

2.grein – Keppnistími.

2.1 Keppni í þessum flokkum skal fara fram á einum virkum degi í júní, júlí eða ágúst.. Mótið er haldið á Víkurvelli og ákveður þing USVS mótsdag.

 

 

 

3.grein – Skráningar.

3.1 Þátttökutilkynningar skulu hafa borist framkvæmdaaðila mótsins skriflega eða í tölvupósti í síðasta lagi á miðnætti daginn fyrir mótið.

3.2.Skráning skal innihalda nafn, kennitölu og keppnisgrein keppenda.

3.3.Keppni í boðhlaupi er undanþegin ákvæðum 1. mgr 3 greinar.

 

4.grein – Keppnisréttur.

4.1 Rétt til keppni hefur hver sá sem innritaður er í viðkomandi félag, hefur ekki keppt fyrir annað félag á árinu og er 14 ára eða eldri.

 

5.grein – Verðlaun.

5.1.Verðlaunapeningar skulu veittir þremur efstu mönnum í hverri grein.

5.2. Bikarar eru veittir fyrir stigahæsta afrek einstaklings í karla og kvenna flokki. Miða skal við IAAF stig.

 

 

Reglugerð um Héraðsmót USVS í frjálsum íþróttum unglinga.

 

1.grein – Flokkar og keppnisgreinar.

1.1 Á Héraðsmót USVS skal keppt í flokki stúlkna og pilta 10-11 ára, 12-13 ára og 14-15 ára.
1.2 Allir 10-15 ára hafa keppnisrétt. Miðað skal við fæðingarár.

1.3 Keppnisgreinar skulu vera ár hvert:
10-11 ára: 60m – 600m – 4x100m – hástökk – langstökk – spjótkast – kúluvarp.

12-13 ára: 60m – 600m – 4x100m – hástökk – langstökk – spjótkast – kúluvarp – kringlukast.

14-15 ára: 100m – 800m – 4x100m – hástökk – langstökk/þrístökk – spjótkast – kúluvarp – kringlukast.

Annaðhvert ár skal keppt í langstökki 14-15 ára.
Annaðhvert ár skal keppt í þrístökki 14-15 ára.

1.4 Mótshaldara er frjálst að bæta við aukagreinum.

 

2.grein – Keppnistími.

2.1 Keppni í þessum flokkum skal fara fram á einum virkum degi í júní, júlí eða ágúst. Mótið er haldið á Víkurvelli og ákveður þing USVS mótsdag.

 

3.grein – Skráningar.

3.1 Þátttökutilkynningar skulu hafa borist framkvæmdaaðila mótsins skriflega eða í tölvupósti í síðasta lagi á miðnætti daginn fyrir mótið.

3.2.Skráning skal innihalda nafn, kennitölu og keppnisgrein keppenda.

3.3.Keppni í boðhlaupi er undanþegin ákvæðum 1. mgr 3 greinar.

 

4.grein – Keppnisréttur.

4.1 Rétt til keppni hefur hver sá sem innritaður er í viðkomandi félag og hefur ekki keppt fyrir annað félag á árinu og er á aldrinum 10-15 ára.

 

5.grein – Verðlaun.

5.1.Verðlaunapeningar skulu veittir þremur efstu mönnum í hverri grein.

5.2. Þáttökupeningar skulu veittir í 10-11 ára flokki.

 

Samþykkt á 48.sambandsþing USVS Kirkjubæjarklaustri 2018

 

 

 

 

 

 

 

 

Reglugerð um Héraðsmót USVS í frjálsum íþróttum barna.

 

1.grein – Flokkar og keppnisgreinar.

1.1 Á Héraðsmót USVS skal keppt í flokki stúlkna og pilta 8-9 ára, 6-7 ára og 4-5 ára.
1.2 Allir 4-9 ára hafa keppnisrétt. Miðað skal við fæðingarár.

1.3 Keppnisgreinar skulu vera ár hvert:
4-5 ára: Þrautabraut.

6-7 ára: 60m – 400m – langstökk – boltakast.

8-9 ára: 60m – 400m – 4x100m – hástökk – langstökk – boltakast.

1.4 Mótshaldara er frjálst að bæta við aukagreinum.

 

2.grein – Keppnistími.

2.1 Keppni í þessum flokkum skal fara fram á einum virkum degi í júní eða júlí eða ágúst. Mótið er haldið á Víkurvelli og ákveður þing USVS mótsdag.

 

3.grein – Skráningar.

3.1 Þátttökutilkynningar skulu hafa borist framkvæmdaaðila mótsins skriflega eða í tölvupósti í síðasta lagi á miðnætti daginn fyrir mótið.

3.2.Skráning skal innihalda nafn, kennitölu og keppnisgrein keppenda.

3.3.Keppni í boðhlaupi er undanþegin ákvæðum 1. mgr 3 greinar.

 

4.grein – Keppnisréttur.

4.1 Rétt til keppni hefur hver sá sem innritaður er í viðkomandi félag og hefur ekki keppt fyrir annað félag á árinu og er á aldrinum 4-9 ára.

 

5.grein – Verðlaun.

5.1. Þáttökupeningar skulu veittir í öllum aldursflokkum.