Íþróttamaður ársins

Reglugerð um val á Íþróttamanni ársins

1.grein

Íþróttamaður ársins og efnilegasti íþróttamaður ársins skulu valin árlega af sambandsráði USVS.

2.grein

Þeir sem eru félagar í aðildarfélögum USVS koma einir til til greina.

3.grein

Taka skal tillit til allra íþróttagreina jafnt.

4.grein

Hvert aðildarfélag tilnefni einn einstakling til kjörsins íþróttamaður ársins og að minnsta kosti einn efnilegasta íþróttamann ársins. Hverri tilnefningu skal fylgja skrifleg greinargerð. Við valið skal einkum taka tillit til eftirfarandi:

a)Afreka (hér er átt við afrek unnin á mótum á vegum USVS eða í hverri annarri opinberri íþróttakeppni)

b)Framfara

c)Ástundunar, framkomu og reglusemi

5.grein

Verðlaunahafar fá til varðveislu farandbikara og einnig eignabikara.

Samþykkt á 25. ársþingi USVS á Kirkjubæjarklaustri 27. mars 1994. Breytingar á ársþingi 2002. Breytt 2004. Breytt á ársþingi USVS 2012