Hestamannafélagið Kópur

Hestamannafélagið Kópur var stofnað 30.júní árið 1963. Félagið heitir eftir hesti þeim, er Sveinn Pálsson læknir reið yfir Jökulsá, ófæra af jakaburði, og Grímur Thomsen yrkir um í ljóði sínu ” Sveinn Pálsson og Kópur”.
Fyrsti formaður var Sigurgeir Jóhannsson á Bakkakoti. Stofnfélagar voru 59. Félagssvæðið er Skaftárhreppur þ.e. frá Mýrdalssandi í vestri að Lómagnúpi í austri. Helsta starfsemi félagsins er mótahald, skemmtanir, fræðsla í formi námskeiðahalds, æskulýðsstarf og hestaferðir.
Fyrsta mótssvæði félagsins var á Bakkakotsbugum í Meðallandi en er nú á Sólvöllum í Landbroti. Félagsbúningurinn er rauður jakki, hvít skyrta, svart bindi og hvítar buxur.

Stjórn Kóps 2025 er

Pálína Pálsdóttir, formaður
palinapalsd@hotmail.com s. 867-4919

Guðbrandur Magnússon, varformaður
fljotar@simnet.is s. 487-4725

Arnfríður Sædís Jóhannesdóttir, gjaldkeri
adda159@gmail.com s. 866-5165

Fanndís Ósk Pálsdóttir, ritari
fanndisosk@gmail.com s. 774-6484

Soffía Anna Helga Herbertsdóttir, meðstjórnandi
soffiaannahelga@gmail.com s. 857-3264

Heimasíða Kóps

https://hmfkopur.123.is/