• Íþróttamaður ársins 2015 Krístín Lárusdóttir

    Íþróttamaður ársins 2015 Krístín Lárusdóttir

    Kristín er Hestamannafélaginu Kópi til sóma. Fagmannleg innan vallar sem utan. Á árinu hefur Kristín verið að keppa á mótum út um allt land, og staðið sig þar með mikilli prýði. Má þar nefna sem dæmi Svellkaldar og náði hún þar góðum árangri og endaði í fyrsta sæti á hestinum Þokka frá Efstu-Grund. Það sem að ber af á árinu hjá Kristínu er HM í Herning í Danmörku. En þar kom hún sá og sigraði, heimsmeistaratitillinn í tölti varð staðreyndin. Flottur árangur hjá Kristínu og teljum við að hún sé vel að þessum titli komin.

  • Ársþing USVS 2016

    Ársþing USVS 2016

    46. Ársþing USVS verður haldið á Hótel Laka þann 19. mars 2016 kl 10:00. Dagskrá skv. lögum USVS (sjá löginn hér). Frestur til að skila inn tillögum að laga og/eða reglugerðarbreytingum er eigi síðar en 12. mars n.k.

     

  • Innanhúsmót USVS 2016

    Innanhúsmót USVS 2016

    Innanhúsmót í frjálsum íþróttum verður haldið í íþróttarhúsinu á Kirkjubæjarklaustri 27. febrúar. 2016 mótið hefst kl. 10:00.  Tekið er við skráningum í gegn um tölvupóst, netfangið er usvs@usvs.is skráning sendist með nafni og kennitölu keppenda ásamt hvaða keppnisgreinar viðkomandi vill keppa í. Keppnisgreinar fyrir fólk á öllum aldri, sjáumst hress.

    Aldursskipting.

    7 ára og yngri

    • Langstökk án atrenu
    • Þrístökk án atrenu
    • Boltakast

    8-9 ára

    • 600m hlaup
    • Langstökk án atrenu
    • Þrístökk án atrenu
    • Boltakast

    10-11 ára

    • 600m hlaup
    • Langstökk án atrenu
    • Þrístökk án atrenu
    • Hástökk
    • Kúluvarp

    12-13 ára

    • 600m hlaup
    • Langstökk án atrenu
    • Þrístökk án atrenu
    • Hástökk
    • Kúluvarp

    14 – 15

    • Langstökk án atrenu
    • Þrístökk án atrenu
    • Hástökk
    • Kúluvarp

    16 ára og eldri

    • Langstökk án atrenu
    • Þrístökk án atrenu
    • Hástökk
    • Kúluvarp
  • Ráðstefna fyrir fólk á aldrinum 16 – 25 ára á vegum UMFÍ

    Ráðstefna fyrir fólk á aldrinum 16 – 25 ára á vegum UMFÍ

    Ráðstefnan Ungt fólk og lýðræði

    Ungmennaráð Ungmennafélags Íslands (UMFÍ) stendur nú í sjöunda sinn fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Yfirskrift ráðstefnunnar í ár er Niður með grímuna – geðheilbrigði ungmenna á Íslandi og mun hún fara fram 16. – 18. mars á Hótel Selfossi. Ungmennaráð UMFÍ hefur veg og vanda að ráðstefnunni en jafnframt koma Héraðssambandið Skarphéðinn og Sveitarfélagið Árborg að undirbúningi.

    Ungmennaráð UMFÍ hefur fengið til liðs við sig fagfólk frá Kvíðameðferðarstöðinni. Áhersla verður lögð á óformlegt nám og virka þátttöku í vinnustofum ráðstefnunnar. Dagskrá verður með fjölbreyttu sniði, sjá dagskrá hér.

    Ráðstefnan er ætluð ungu fólki á aldrinum 16 – 25 ára. Fjöldi þátttakenda er takmarkaður við 80 manns. Þátttakendum yngri en 18 ára verður að fylgja fullorðinn einstaklingur. Þátttökugjald eru 12.000kr. fyrir hvern einstakling. Innifalið eru ferðir, uppihald og ráðstefnugögn.

    Skráningafrestur er til 26. febrúar. Vinsamlegast sendið skráningar á netfangið usvs@usvs.is

    Frétt tekin ef vef UMFÍ

  • Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir umsóknum í Æskulýðssjóð USVS.

    Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir eftir umsóknum í Æskulýðssjóð USVS.

    Styrkhæf teljast verkefni sem uppfylla kröfur 5.gr reglugerðar USVS um Æskulýðssjóð

    1. grein

    Framlög úr æskulýðssjóði má veita til eftirtalinna verkefna, svo fremi að þau verkefni nýtist að öllu, eða mestöllu leyti, æsku aðildarfélaga USVS.

    1. Útbreiðslu- og fræðsluverkefna
    2. Íþróttastarfs, svo sem keppnisferða og námskeiða á því sviði.
    3. Forvarnarstarfs gegn neyslu vímuefna.
    4. Tómstunda- og menningarstarfs
    5. Annarra verkefna sem snúa að æskulýðsmálum og teljast í samræmi við yfirlýst stefnumið UMFÍ og USVS.

    Reglugerð um Æskulýðssjóð

    Umsóknir berist til Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu með tölvupósti á usvs@usvs.is fyrir 1. Mars n.k

    Nánari upplýsingar veitir Gísli Steinar framkvæmdastjóri á netfanginu usvs@usvs.is.

  • Ungmennafélagið Katla Starfsárið 2015

    Ungmennafélagið Katla Starfsárið 2015

    Árleg þrettándagleði var haldin venju samkvæmt þann 6.janúar í Leikskálum, veitt verðlaun fyrir íþróttamann ársins , efnilegasta íþróttamann ársins og björtustu vonina að því loknu var spilað bingó. Ekkert varð af flugeldasýningu þetta árið vegna veðurs (aldrei þessu vant).

    Vetrarstarf hélst í sömu skorðum eftir áramót nema við dagskránna bættust frjálsíþróttaæfingar. Auk þeirra var boðið upp á æfingar í fimleikum, knattspyrnu og badminton. Boðið var upp á æfingar fyrir fullorðnar sem voru vel sóttar. Í lok janúar var haldinn súpufundur á vegum stjórnar Kötlu þar sem gerð var tilraun til að ná foreldrum nær starfi ungmennafélagsins og skapa umræðu um starf þess.

    Um miðjan mars var aðalfundur ungmennafélagsins haldinn þar sem kosin var ný stjórn. Nýr gjaldkeri Carina Margareta Ek var kosin í stjórn í stað Birnu Kristínar Pétursdóttir sem gaf ekki kost á sér áfram til stjórnarstarfa. Jafnframt komu inn nýir varamenn, Ástþór Jón Tryggvason og Páll Tómasson. Halla Karen Gunnarsdóttir stjórnarmaður lét af störfum á vormánuðum þegar hún flutti á vit nýrra starfa og tók Ástþór Jón hennar stað í stjórn. Þau stórtíðindi gerðust á aðalfundi 2015 að kosið var um merki félagsins og var þar samþykkt samhljóða auk þess sem litir félagsins voru ákveðnir vínrauður, hvítur og dökkblár.

    Um páskana var haldið árlegt páskamót í íþróttamiðstöðinni í Vík þar sem sett var upp þrautabraut og farið í leiki og gefin páskaegg.

    Á vormánuðum var ákveðið að ráða Ástór Jón Tryggvason í 50% stöðu þjálfara fyrir sumarið. Hann myndi halda utan um allar æfingar sumarsins og umhirðu á íþróttavelli að hluta til. Samhliða þjálfun starfaði Ástþór við áhaldahús hreppsins. Boðið var upp á frjálsar og knattspyrnu fyrir alla aldurshópa, auk íþróttaskóla fyrir yngstu kynslóðina.

    Nokkrir punktar frá Ástþóri:

    Sumarstarfið var vel heppnað í heild. Íþróttaskólinn hjá yngstu kynslóðinni fór vel af stað og mættu 29 börn á fyrstu æfingu. Þessi mæting hélst þó ekki alveg út sumarið og var þetta að meðaltali 8-15 börn á þeim æfingum. Frjálsíþróttir hjá unglingahópi voru fámennar, en góðmennar. í heildina voru 5 krakkar sem mættu að jafnaði og nokkrir sem mættu hér og þar og öðru hvoru. Þessi hópur var afar kraftmikill og vill ég halda smá tölu yfir það: Farið var á 5 frjálsíþróttamót; Vormót Fjölnis og stóðu allir sig vel þar, helst ber þá að nefna að Elín Gróa Kjartansdóttir sótti brons í 60m hlaupi 11 ára stúlkna. Næst var það Miðsumarmót USVS, ekki er ég með heildargögn frá því móti, en þar keppti góður fjöldi frá Umf.Kötlu og má þar helst nefna að Sigríður Ingibjörg stökk í fyrsta skipti yfir 4m í langstökki. Síðan kom Meistaramót Íslands 11-14 ára sem haldið var á Selfossi. Þangað fóru frá Umf.Kötlu Sigríður Ingibjörg, Vignir Jóhannsson og einnig kom Orri Bjarnason frá Ármanni. Auk keppenda var þjálfari Ástþór Jón og fararstjóri Margrét Birgisdóttir. Þar var mikið um bætingar og góðan árangur. Sigríður Ingibjörg hljóp sig inn í úrslit í 100m hlaupi og langstökki, setti héraðsmet í 80m grind og stóð sig vel í öðrum greinum. Vignir Jóhannson komst í úrslit í Kúluvarpi og Spjóti, og stóð sig einnig vel í öðrum greinum. Á unglingalandsmót, fór góður hópur, en ég ætla ekki að halda langa tölu um það, en þó að benda á héraðsmet Sigríðar Ingibjargar í 60m grind sem sett var á mótinu. Síðast kom íþróttahátíð USVS, en enþá er verið að vinna úr gögnum fyrir það mót. Fullorðins frjálsar gengu einnig vel í byrjun sumars og kepptu 2 keppendur frá Umf.Kötlu úr þeim hóp á Landsmóti 50+, en verulega fór að dragast úr þeim hóp er leið á sumarið. Knattspyrnan gekk sinn vanagang, en ekki er mikið um keppnisafrek í þeirri deild þar sem keppnistækifæri eru ekki á hverju strái fyrir þetta fámennan hóp.

    Vikuna 8-12. júni var haldinn knattspyrnuskóli sem knattspyrnuþjálfarinn Sveinbjörn Jón Ásgrímsson hélt utan um, mjög góð mæting var á þennan viðburð víða að. Skólinn var haldinn með stuðningi Auðberts og Vigfús Páls og var þeim sem hann sóttu algerlega að kostnaðarlausu. Vil ég koma sérstökum þökkum til Auðberts og Vigfús Páls fyrir veittan stuðning vegan knattspyrnuskólans. Vonir standa til að þetta verði endurtekið nú á nýju ári enda mjög vel heppnað í alla staði. Á fyrstu frjálsíþróttaæfingu sumarins var haldið vinnukvöld þar sem börn og fullorðnir komu saman til að fríska upp á íþróttavöllinn, bæta sandi í langstökks gryfjur, kantskera , grilla pylsur og fleira.

    Ný heimasíða félagsins var standsett í byrjun júní.

    Ungmennafélagið hélt utan um framkvæmd kvennahlaupsins eins og áður, góð mæting var og ágætis veður.

    Haldið var miðsumarmót í frjálsum íþróttum á vellinum í Vík sem umf.Katla hélt utan um að hluta til.

    Ungmennafélagið hélt utan um 17.júní hátíðarhöld að vanda og voru hátíðarhöld venjubundin með skrúðgöngu, fjallkonu, hátíðarræðu, hoppuköstulum og vatnfótbolta auk þess sem Reynir Ragnarsson sá um að dreifa karamellum yfir hátiðargesti. Að því loknu var boðið til kaffiveitinga í Leikskálum. Vel heppnaður dagur í alla staði þótt ekki hafi hann hangið alveg þurr.

    Íþróttahátíð USVS var haldinn í lok ágúst og heppnaðist með ágætum..

    Í lok sumars var tekin ákvörðun um að panta nýja æfingargalla fyrir félagið, ekki hefur enn verið gengið frá endanlegri pöntun búninga en unnið er að því að safna styrktaraðilum og gera styrktarsamninga við ákveðna aðila svo unnt verði að merkja alla búninga sem pantaðir verða.

    Á haustmánuðum var stjórn Kötlu ákveðinn vandi á höndum þar sem enginn íþróttakennari var starfandi í þorpinu. Íþróttaæfingar fóru þar af leiðandi nokkuð hægt af stað þetta haustið. Með ráðningu nýs íþróttakennara Dariu Kret og fleiri samverkandi þátta hefur það heldur betur breyst þar sem sjaldan eða aldrei hefur jafn mikið líf verið í íþróttahúsinu hjá okkur. Fjálsar íþróttir, knattspyrna, badminton, box, æfingar fyrir fólk með skerta hreyfigetu, blandaðar æfingar fyrir 14+ og körfubolti er það sem boðið er upp á í dag og er stefnan að bæta frekar í eftir áramótin þó með áherslu á að gera það er fyrir er betur. Framundan er t.d knattspyrnumót sem Umf.Katla mun standa fyrir þann 16 janúar, fitnes maraþon og fleira. Í heildina er það mitt mat að starf félagsins hafi gengið með ágætum þetta starfsár, þó vissulega megi alltaf gera betur á mörgun sviðum.

    Að auki má minnast á að 8 manna hópur fór í vetur á silfurleika ÍR ásamt þjálfara og foreldrum og forráðamönnum, fá allir bestu þakkir fyrir aðstoð við þá keppnisferð.

    Fyrir hönd Unmennafélagsins vil ég þakka öllum þeim sem komu að starfi félagsins á síðasta starfsári og jafnframt hvetja alla sem áhuga hafa á að halda úti góðu íþróttastarfi og ungmennastarfi í sveitarfélaginu að leggja sína krafta á vogaskálarnar. Ég tel að í litlum samfélögum eins og okkar séu sjálfboðaliðasamtök eins og ungmennafélagið ómissandi hluti af samfélaginu og geti verið gott verkfæri í að skila öflugum og heilbrigðum einstaklingum út í lífið. Starfsemi eins og ungmennafélagsins er hinsvegar langt frá því að vera sjálfgefin og er ábyrgðin eingöngu okkar sjálfra að halda áfram að efla og styrkja starfið til framtíðar. Það er því mín von að þróunin verði áfram á þann veg að fleiri komi að almennu starfi félagsins til eflingar þess.

    Takk fyrir mig.

    Næst fer ég yfir tilnefningar fyrir árið 2015

    Íþróttanefnd og stjórn Kötlu voru sammála um að veita ekki verðlaun fyrir íþróttamann ársins að þessu sinni þar sem enginn félli undir þau skilyrði sem gerð er til þessa. Hinsvegar var ákveðið að tilnefna fleiri til útnefningar efnilegasta íþróttamanns ársins og björtustu vonarinnar fyrir árið 2015. Þessar tilnefningar eru valdar í samræmi við reglugerð þess efnis.

    Bjartasta vonin 2015 – Tilnefningar

    12507023_579068702252284_885124349_n

    Vignir Jóhannsson
    Í umsögn þjálfara um Vignir segir m.a.: Vignir er fyrirmyndar íþróttamaður og sýnir æfingum verulegan áhuga. HLustar á þjálfara í einu og öllu er kurteis og öðrum til fyrirmyndar á æfingum. Framfarir hans leyna sér ekki og bætti hann sig stöðugt allt sumarið og verður gaman að fylgjast með honum í framtíðinni. Vignir mætti vel á æfingar sumarsins og keppti 6 sinnum á árinu.

    Elín Gróa Kjartansdóttir
    Í umsögn þjálfara um Elínu segir m.a.: Elín Gróa mætti ágætlega á æfingar í sumar og stóð sig vel í keppni. Jafnframt bætti hún sig jafn og þéttt í sumar og kepptu alls 5 sinnum á árinu.

    Auðunn Adam Vigfússon:
    Í umsögn þjálfara um Auðun segir: Auðunn Adam er mjög orkuríkur og hress strákur. Hann mætti vel í íþróttaskóla og var byrjaður að sækja eldri æfingar einnig vegna gríðarlegs áhuga. Auðunn hlíðir þjálfara vel og er duglegur að biðja um aðstoð og vill greinilega gera hlutina rétt og vel og bæta sig, sem hann hefur gert vel. Keppti 3 sinnum á árinu
    Bjartasta vonin árið 2015  var Vignir Jóhannsson

    Efnilegasti íþróttamaður ársins 2015 – Tilnefningar

    12483367_579068625585625_1499422153_n (1)

    Birna Sólveig Kristófersdóttir: Frjálsar íþróttir og Knattspyrna

    Í umsögn þjálfara segir m.a : Birna hefur tekið verulegum framförum sem íþróttamaður. Fyrst frá árinu 2014- sumars 2015 mátti sjá gríðarlegar framfarir og síðan frá sumri til lok árs 2015.

    Birna keppti í knattspyrnu á unglingalandsmóti UMFÍ með liði Sindra og stóð sig vel spilaði 7

    og átti eina stoðsendingu en Sindri endaði í 6.sæti á mótinu.

    Nú í nóvember byrjaði Birna að mæta á frjálsíþróttaæfingar og sýnir þeim gríðarlegan metnað og áhuga og lofar mjög góðu á æfingum. Jafnframt segir í umsögn þjálfara að hér skorti greinilega ekki hæfileika.

    Rétt er að minnast á að aðalgrein Birnu voru fimleikar á árinu 2014 þegar hún var einmitt kosin efnilegasti íþróttamaður ársins. Segja má að fimleikadeild umf. Kötlu hafi verið þurrkuð út á einni nóttu þegar við misstum þjáfarann frá okkur á vormánuðum. Stærsti ókostur þess að vera lítið félag út á landi sem treystir að mörgu leiti á sérsvið hvers íþróttakennara fyrir sig. Það má því segja að það sé ákveðið afrek að vera tilnefnd aftur á árinu 2015 þrátt fyrir að þurfa finna íþróttaáhuga sínum algjörlega nýjan farveg á árinu. Langar mig þó að minnast á hérna að á árinu 2016 er stefnt að því að halda fimleika námskeið með svipuðu fyrirkomulagi og knattspyrnuskóli var haldinn í sumar sé áhugi fyrir hendi.

    Eins og áður sagði keppti Birna á Unglingalandsmóti UMFÍ í sumar í knattspyrnu við góða orðstýr auk þes sem hún keppti á silfurleikum ÍR í frjálsum íþróttum í 60 m hlaupi, 200m hlaupi, hástökki, þrístökki og kúluvarpi með ágætis árangri.

     

    Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir: Frjálsar Íþróttir

    Í umsögn þjálfara segir m.a. – Sigríður Ingibjörg er afar dugleg og kraftmikil á æfingum. Gerir allar æfingar rétt og hlíðir þjálfara í einu og öllu. Hún er mikil fyrirmynd yngri iðkenda og félaginu almennt til sóma. Undirritaður man varla þá æfingu sem Sigríður missti úr.

    Afrek hennar á árinu 2015 eru m.a.:

    Utanhús:

    100m – 14,45sek, 10.sæti – Meistaramót Íslands 11-14 ára riðlakeppni (komst inn í úrslit)

    800m – 3:06,40, 9.sæti – Meistaramót Íslands 11-14 ára

    60m grind – 13,01, 15.sæti – Unglingalandsmót UMFÍ (héraðsmet)

    80m grind – 18,56, 14.sæti – Meistaramót Íslands 11-14 ára (héraðsmet)

    Spjótkast – 19,94m, 10.sæti – Unglingalandsmót UMFÍ

    Spjótkast – 19,01m, 9.sæti – Meistaramót Íslands 11-14 ára

    Auk þess sem hún keppti í kúluvarpi, 200 metra hlaupi, 60 metra hlaupi, langstökki og hástökki með ágætis árangri.

    Auk þess sem Sigríður keppti vel og mætti vel á frjálsíþróttaæfingar mætti hún einnig öðru hvoru á fótboltaæfingar og fékk meira að segja á tímabili í sumar lánað spjót til þess að geta æft sig heima við.

    Það er því greinilegt að metnaðurinn er mikill og Sigríður er einstaklega vel að tilnefningunni komin

    Efnilegasti íþróttamður ársins 2015 hlaut Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir

    Fyrirmyndarbikarinn 2015

    Að lokum er veittur fyrirmyndarnikar Ungmennafélagsins Kötlu.

    Bikarinn er gefinn af Kvenfélagi Hvammshrepps.

    Bikarinn er veittur fyrir prúðmannlega framkomu í leik og starfi með ungmennafélaginu Kötlu og eða að bikarhafi hafi stutt við bakið á félaginu á einn eða annan hátt og sýnt áhuga á starfsemi þess og framkvæmd.

    Sú sem hann hlýtur að þessu sinni hefur verið sýnileg á viðburðum á vegum ungmennafélagsins, mætti á íþróttaæfingar vikulega í sumar, keppti á landsmóti 50+, mætti á vinnukvöld og aðstoðaði við framkvæmd íþróttamóta, auk þess að vera góð fyrirmynd öllum þeim sem að tengjast starfi ungmennafélagsins.

    Fyrirmyndarbikarinn 2015 hlaut Hafdís Eggertsdóttir

    Hafdís Eggertsdóttir
    Hafdís hefur verið sýnileg á viðburðum á vegum ungmennafélagsins, mætti á íþróttaæfingar vikulega í sumar, keppti á landsmóti 50+, mætti á vinnukvöld og aðstoðaði við framkvæmd íþróttamóta, auk þess að vera góð fyrirmynd öllum þeim sem að tengjast starfi ungmennafélagsins.
  • Gleðilega hátíð

    Gleðilega hátíð

    Sendum okkar bestu jóla-og nýárskveðjur með þökk fyrir samstarfið á árinu sem er að líða.

    Stjórn og starfsfólk USVS

  • Sambandsráðsfundur USVS miðvikudaginn 16. desember

    Sambandsráðsfundur USVS miðvikudaginn 16. desember

    Fundurinn er haldinn á Icelandair Hótel Klaustri á Kirkjubæjarklaustri, miðvikudaginn 16. desember, kl 20:00.

    Þeir sem eru boðaðir á fundinn eru stjórn og varastjórn USVS og formenn allra aðildarfélaga USVS.

    Dagskrá fundarins er eftirfarandi:

    1. Stefnumótunarnefnd.
    2. Munnlegar skýrslur frá formönnum félaga.
    3. Samæfingar
    4. Sýsluþjálfari.
    5. Önnur mál.
  • 80 milljónir í boði fyrir íslensk samtök og sveitarfélög

    80 milljónir í boði fyrir íslensk samtök og sveitarfélög

    Kynning á European Voluntary Service (EVS) í Sigtúni 42

    8.12.2015 kl.14-16

    Árlega er Evrópa unga fólksins að styrkja 50 ungmenni frá Evrópu og 10 íslensk ungmenni í sjálfboðaverkefni.

    í tilefni 20 ára afmæli EVS hefur fjármagnið aukist og hægt að styrkja mun fleiri ungmenni til að öðlast reynslu á alþjóðavettvangi. Ísland fær úthlutað 80 milljónir á ári til að styrkja samtök og sveitarfélög til að senda og/eða taka á móti sjálfboðaliðum.

    Frábært tækifæri fyrir íslensk samtök/sveitarfélög sem vilja efla starf sitt með aðkomu ungra sjálfboðaliða frá Evrópu.
    Frábært tækifæri fyrir íslensk ungmenni á aldrinum 18-30 að fara til Evrópu og öðlast lærdómsreynslu fyrir lífið.

    Meðalstyrkur á mánuði til að taka á móti/senda einn sjálfboðaliða er kr. 105.000 fyrir uppihaldi og vasapeningum, auk ferðastyrks.

    Nánari upplýsingar er á heimasíðu EUF: http://www.euf.is/styrkir/evs-verkefni/

    Vinsamlegast sendið þennan tölvupóst áfram á þá sem eiga erindi á þennan kynningarviðburð.

    Vinsamlegast skráið ykkur hér

  • Laust starf framkvæmdastjóra

    Laust starf framkvæmdastjóra

    Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf framkvæmdastjóra sambandsins í 50% stöðu.

    Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt verkefnum sem stjórn félagsins setur fyrir.

    Reynsla af störfum og rekstri innan ungmennahreyfingarinnar eða öðrum félagasamtökum er kostur. Framkvæmdastjóri þarf að hafa búsetu í Vestur-Skaftafellssýslu. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa áhuga á verkefnum ungmennahreyfingarinnar.  Gerð er krafa um hreint sakarvottorð í samræmi við reglur íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar. Æskilegt er að viðkomandi  geti hafið störf sem fyrst.

    Umsóknir ásamt meðmælum sendist á usvs@usvs.is fyrir 1. September n.k.