• 6 dagar í hlaup!

    6 dagar í hlaup!

    Mýrdalshlaupið 2014 var það fjölmennasta hingað til, en þá tóku þátt hvorki meira né minna en 22 hlauparar, á öllum aldri.
    Verður árið 2015 fjölmennara?

  • 7 dagar í hlaup!

    7 dagar í hlaup!

    Vissir þú að í fyrsta Mýrdalshlaupini hljóp erlendur ferðamaður heila 16km eftir að hafa villst í þoku?
    Betra að kynna sér leiðina fyrir hlaup!

  • 8 dagar í hlaup!

    8 dagar í hlaup!

    Margir góðir styrktaraðilar koma að Mýrdalshlaupinu, nú þegar hafa Afreksvörur og MS samþykkt að styrkja hlaupið, og fleiri eru væntanlegir.
    Það er til mikils að vinna !

  • 9 dagar í hlaup!

    9 dagar í hlaup!

    Þrátt fyrir að þetta sé aðeins í þriðja sinn sem hlaupið er haldið, hafa margir þekktir einstaklingar tekið þátt í Mýrdalshlaupinu.
    Brautarmet Mýrdalshlaupsins á enginn annar en Kári Steinn Karlsson, en hann hljóp þessa skemmtilegu leið á tímanum 42:29 árið 2014. Verður þetta met slegið í ár? !

  • 10 dagar í hlaup!

    10 dagar í hlaup!

    10. dagar í hlaup. Mýrdalshlaupið er svo sannarlega fyrir alla aldurshópa, en yngsti keppandinn í hlaupinu hingað til var aðeins 14 ára, en sá elsti 62 ára.
    Spurningin er, hverjir eru þetta?

  • Mýrdalshlaupið 2015

    Mýrdalshlaupið 2015

    Mýrdalshlaupið verður á sínum stað þann 6. júní.

    Skráning er hafin á vef hlaup.is

     

  • Samæfing og fyrsta héraðsmet sumarsins.

    Samæfing og fyrsta héraðsmet sumarsins.

    Fyrsta héraðsmet sumarsins kom í dag á Víkurvelli en þar fór fram “Boðhlaupskeppni USVS”. Ákveðið var að keyra þetta mót saman með “Samæfingu USVS”, til þess að freista þess að bæta nokkur met. Aðeins ein sveit mætti til leiks, sveit USVS í flokki 13 ára stúlkna, en hana skipuðu;
    Erna Salome Þorsteinsdóttir umf.Ármanni
    Birna Sólveig Kristófersdóttir umf.Kötlu
    Tinna Elíasdóttir umf.Kötlu
    Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir umf.Kötlu
    4×100 metrana hlupu þær á tímanum 65,20sek og bættu þar með met sem var í eigu Ármenninga frá árinu 2011 um rúmar 7 sekúndur, en gamla metið var 72,86sek.
    Greinilegt að sumarið fer vel af stað og iðkendurnir okkar munu bara halda áfram að bæta sig.
    Hærra ! Lengra ! Hraðar ! Áfram USVS !

    Einnig viljum við þakka þjálfurum, iðkendum, starfsmönnum og öllum sem mættu á samæfinguna okkar fyrir skemmtilegan dag

  • Héraðsmet USVS

    Héraðsmet USVS

    Nú eru uppfærð héraðsmet USVS aðgengileg hér í metaskrá á vefnum okkar.

    Metaskrá USVS

    Ástþór Jón Tryggvason fær þakkir fyrir það mikla verkefni að fara yfir metaskrár sambandsins frá upphafi og taka saman.

  • Sameiginleg æfing í frjálsíþróttum

    Sameiginleg æfing í frjálsíþróttum

    Laugardaginn 17. Maí verður haldin sameiginleg íþróttaæfing í frjáls-
    íþróttum á íþróttavellinum í Vík.
    Æfingin er opin öllum félagsmönnum USVS og stendur frá kl 10:00 til 14:00.
    Létt hressing í boði í hádeginu fyrir þáttakendur.
    Vonumst til að sjá sem flesta!

  • Innanhúsmót USVS 2015

    Innanhúsmót USVS 2015

    Innanhúsmót USVS verður haldið á Kirkjubæjarklaustri sunnudaginn 1. mars n.k. Mótið hefst kl 11:00. Athugið breytta dagsetningu!

    Tímaseðil mótsins má sjá á hér

    Að auki er keppt í eftirfarandi sundgreinum:
    9-10 ára – 25 m bringa, 25 skrið
    11-12 ára –  50m skrið, 50m bringa, 50m bak
    13-15 ára – 50m skrið, 50m bringa, 50m bak
    Skráning hjá usvs@usvs.is
    Við vonumst að sjálfsögðu til að sjá sem flesta koma og taka þátt!