Reglugerð um innanhúsknattspyrnu
Innanhúsknattspyrna tvær umferðir, ein í Vík og ein á Klaustri
Aldursflokkar:
- 3.-6. bekkur strákar og stelpur
- 7.-10.bekkur strákar og stelpur
- Konur
- Karlar
Leikreglur
4 leikmenn inn á í hvoru liði, aftasti maður telst markmaður en má ekki verja með höndum. Lið má skora eftir að boltinn hefur farið yfir miðlínu. Hliðarveggir eru hluti leikvallar en ef boltinn fer yfir endalínu er útspark eða hornkast eftir atvikum. Bolta skal kastað með höndum í hornköstum og í innköstum sem skulu vera ef bolti hefur snert þak eða farið upp á svalir eða hærra en körfuspjöldin á veggnum gengt svölunum. Leiktími skal vera 2×7 mínútur. Vítaspyrnur skulu dæmdar ef bolti fer í hendi leikmanns innan vítateigs og ef um leikbrot er að ræða innan vítateigs, en aukaspyrnur ef slík atvik gerast utan vítateigs. Að öðru leiti skal leikið eftir reglum KSÍ. Tilgangur tillögunnar er að auka fjölbreytni í vetrarstarfinu með tilkomu íþóttahúsanna.
Samþykkt á Sambandsþingi 2004