Reglugerð um öldungamót USVS
1. grein
Haldin verði keppni í frjálsum íþróttum í flokkum karla og kvenna 30 ára og eldri.
2. grein
Um er að ræða einstaklingskeppni með frjálsum skráningum.
3. grein
Keppt verður í þeim greinum sem tveir eða fleiri keppendur skrá sig í.
4. grein
Stjórn USVS hefur heimild til þess að ákveða fjölda keppnisgreina ef þurfa þykir.
Samþykkt á 25. ársþingi USVS á Kirkjubæjarklaustri 27. mars 1993