Ársþing USVS var haldið á Hótel Dyrhólaey miðvikudaginn 9. júní. Þingið tókst vel og mættu 26 þingfultrúar af 30  auk gesta.

Litlar breytingar urðu á stjórnsambandsins. Formaður USVS er áfram Fanney Ásgeirsdóttir aðrir í stjórn eru: Sif Hauksdóttir, Sigmar Helgason, Árni Jóhannsson og Ragnar S. Þorsteinsson. Stjórn mun svo skipta með sér verkum á fyrsta stjórnarfundi. Varastjórn skipa þau Fanney Ólöf Lárusdóttir, Sabina Victoria Reinholdsdóttir og Kristín Ásgeirsdóttir. Sæunn Káradóttir sem hefur verið ritari í stjórn USVS ákvað að gefa ekki kost á sér áfram í stjórn. USVS þakkar henni fyrir vel unnin störf.

Á þinginu fengu starfsmerki UMFÍ  Þorsteinn M. Kristinsson, sem var formaður USVS 2015-2020, Lára Oddsteinsdóttir, sem hefur verið í stjórn USVS og hestamannafélaginu Sindra og Sveinn Þorsteinsson, sem hefur lengi starfað fyrir USVS og Ungmennafélögin í Mýrdalshrepp.