Author: Birgir

  • Laust starf framkvæmdastjóra

    Laust starf framkvæmdastjóra

    Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu auglýsir laust starf framkvæmdastjóra sambandsins í 50% stöðu.

    Í starfinu felst umsjón með daglegum rekstri félagsins ásamt verkefnum sem stjórn félagsins setur fyrir.

    Reynsla af störfum og rekstri innan ungmennahreyfingarinnar eða öðrum félagasamtökum er kostur. Framkvæmdastjóri þarf að hafa búsetu í Vestur-Skaftafellssýslu. Viðkomandi þarf að geta starfað sjálfstætt og hafa áhuga á verkefnum ungmennahreyfingarinnar.  Gerð er krafa um hreint sakarvottorð í samræmi við reglur íþrótta- og ungmennahreyfingarinnar. Æskilegt er að viðkomandi  geti hafið störf sem fyrst.

    Umsóknir ásamt meðmælum sendist á usvs@usvs.is fyrir 1. September n.k.

  • Íþróttahátíð USVS

    Íþróttahátíð USVS

    Íþróttahátíð USVS

     

    Íþróttahátíð USVS verður haldin á Víkurvelli laugardaginn 29. ágúst og hefst keppni kl 10:00.

    Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum.

     

     

    7 ára og yngri

    60m.

    Langstökk

    Boltakast

     

    8-9 ára

    60m

    400m

    Langstökk

    Boltakast

     

     

     

     

    10-11 ára

    60m

    600m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    12-13 ára

    80m

    600m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    14-15 ára

    100m

    800m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    16 ára og eldri

    100m

    800m

    1500m

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    Tímaseðill

    Skráningar sendist á usvs@usvs.is

     

  • Miðsumarsmót USVS

    Miðsumarsmót USVS

    Miðsumarsmót USVS

     

    Miðsumarsmót USVS verður haldið á Víkurvelli sunnudaginn 5. júlí og hefst keppni kl 13:00.

    Keppt er í eftirfarandi flokkum og greinum.

     

     

    7 ára og yngri

    60m.

    Langstökk

    Boltakast

     

    8-9 ára

    60m

    400m

    Langstökk

    Boltakast

     

     

    10-11 ára

    60m

    600m

    60m grind

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    12-13 ára

    80m

    1500m

    60m grind

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    14-15 ára

    100m

    1500m

    80m grind

    Langstökk

    Kúluvarp

    Spjótkast

     

    Tímaseðil mótsins má nálgast á http://mot.fri.is/cgi-bin/ibmot/timesedillib2485.htm

    Skráningar sendist á usvs@usvs.is

  • USVS félagar á Meistaramóti Íslands

    USVS félagar á Meistaramóti Íslands

    Meistaramót Íslands 11-14 ára, fyrri dagur.
    Úrslit og myndir.
    Fyrri dagurinn gekk vel hjá USVS, mikið um bætingar, og ágætur árangur. Úrslitin eru eftirfarandi:
    Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir
    100m riðlakeppni. 14,45sek, 10.sæti, pb.
    100m úrslit. 15,56sek, 15.sæti.
    Kúluvarp. 6,28m, 23.sæti, pb.
    800m. 3:06,40. 9.sæti, pb.

    Vignir Jóhannson
    60m. 10,71sek, 9.sæti, pb.
    Kúluvarp. 6,65m, 6.sæti, pb.

    Orri Bjarnason
    100m. 15,63sek, 14.sæti, pb.
    Spjótkast. 23,82m, 9.sæti, pb.
    Langstökk. 3,76m, 13.sæti, pb
    800m. 2:49,55. 6.sæti, pb.

    Frábær árangur hjá öllum, ekki sjálfgefið að sjá bætingar hjá öllum, í öllum greinum. Í stigakeppninni stendur USVS að loknum 1.degi í 13.sæti af 16.liðum, með 16 stig.

    Hærra, lengra, hraðar, ÁFRAM USVS !

  • Frábær árangur á Vormóti Fjölnis

    Frábær árangur á Vormóti Fjölnis

    Tveir keppendur frá USVS, ásamt þjálfara voru mættir á Laugardalsvöll fyrr í dag, til að keppa á Vormóti Fjölnis.
    Þetta voru Elín Gróa Kjartansdóttir og Vignir Jóhannson, en þau voru mætt ásamt Ástþóri Jóni Tryggvasyni þjálfara sem þau hafa æft hjá síðan um miðjan maí.

    Árangurinn var vægast sagt góður hjá keppendum okkar en úrslitin voru eftirfarandi;

    Elín Gróa Kjartansdóttir;
    3.sæti í 60m á tímanum 10,34sek.
    4.sæti í 800m á tímanum 3:26,70

    Vignir Jóhannson;
    5.sæti í kúluvarpi, kastaði 5,80m
    7.sæti í Langstökki, stökk 3,09m
    8.sæti í 60m á tímanum 10,84

    Vægast sagt góð byrjun á sumrinu okkar, og augljóst að þessir krakkar eiga einungis eftir að bæta sig.

    Maður uppsker eins og maður sáir.
    Áfram USVS !

  • Mýrdalshlaupið 2015

    Mýrdalshlaupið 2015

    Mýrdalshlaupið 2015 fór fram síðastliðna helgi. 19 hlauparar mættu til leiks og hlupu um fallegan Mýrdalinn í blíðskapar veðri.

    Guðni Páll Pálsson kom fyrstur í mark á 43:25 sem er einungis 36 sekúndum frá besta tíma hlaupsins.

    Úrslit

    Sæti Nafn Hópur Tími
    1 Guðni Páll Pálsson ÍR – Asics 43:25
    2 Valur Þór Kristjánsson ÍR 46:05
    3 Snorri Gunnarsson Hlaupahópur Sigga P 47:12
    4 Margeir Kúld Eiríksson Afrekshópur 49:50
    5 Ástþór Jón Tryggvason Selfoss 54:04
    6 Jón Örlygsson Víkingur 56:12
    7 Viggó Ingason Bíddu Bliki 56.11
    8 Fjóla Dröfn Guðmundsdóttir Afrekshópur 56:52
    9 Eva Ólafsdóttir Afreksópur 57:12
    10 Fjalar Hauksson Hlaupahópur Mannvits 58:28
    11 Þorfinnur Pétursson 1:02:40
    12 Benedikt Rafnsson 1:02:49
    13 Ágúst Karl Karlsson 1:04:30
    14 Katrín Lilja Sigurðardóttir Hlaupahópur Stjörnunnar 1:04:50
    15 Sabina Victoria Reinholdsdóttir Katla 1:10:59
    16 Kristín Magnúsdóttir Hlaupahópurinn Austurleið 1:16:11
    17 Ragnheiður Birgisdóttir KR-skokk 1:21:25
    18 Oddný S. Jónsdóttir KR-skokk 1:21:48
    19 Dýrfinna Sigurjónsdóttir Hlaupahópurinn Austurleið 1:23:56

     

    USVS þakkar þáttakendum, sjálfboðaliðum og styrktaraðilum kærlega fyrir gott hlaup.

    Eftirtaldir aðilar styrktu Mýrdalshlaupið í ár:

    E. Guðmundsson ehf – Icewear – MS – Afreksvörur

  • 5 dagar í hlaup!

    5 dagar í hlaup!

    Þetta hafði Kári Steinn Karlsson um hlaupið að segja, eftir að hann lauk því árið 2014: “Stórskemmtilegt hlaup í ótrúlegri náttúrufegurð og krefjandi undirlagi”.
    Góð umfjöllun á hlaupinu okkar.

  • 6 dagar í hlaup!

    6 dagar í hlaup!

    Mýrdalshlaupið 2014 var það fjölmennasta hingað til, en þá tóku þátt hvorki meira né minna en 22 hlauparar, á öllum aldri.
    Verður árið 2015 fjölmennara?

  • 7 dagar í hlaup!

    7 dagar í hlaup!

    Vissir þú að í fyrsta Mýrdalshlaupini hljóp erlendur ferðamaður heila 16km eftir að hafa villst í þoku?
    Betra að kynna sér leiðina fyrir hlaup!

  • 8 dagar í hlaup!

    8 dagar í hlaup!

    Margir góðir styrktaraðilar koma að Mýrdalshlaupinu, nú þegar hafa Afreksvörur og MS samþykkt að styrkja hlaupið, og fleiri eru væntanlegir.
    Það er til mikils að vinna !