Efnilegasti knapi hmf. Sindra árið 2015 hefur stundað hestamennsku frá barnæsku og tekið þátt á mótum hmf. Sindra iðullega með góðum árangri. Knapinn er verulega áhugasamur hestamaður og nýtir flestar sínar lausu stundir í hesthúsinu, hann hefur stundað nám á hestabraut í fjölbrautaskóla Suðurlands síðastliðin tvö ár og vann m.a. við tamningar og þjálfun síðastliðið sumar. Knapinn hefur tekið þátt á nokkrum mótum utan félagsins s.s. Fsu móti, íþróttamóti Sleipnis, gæðingamóti Geysis, stórmóti Geysis og Suðurlandsmóti yngri flokka, á öllum þessum mótum vann knapinn sér inn sæti í úrslitum. Knapinn tók einnig þátt á Íslandsmóti barna og unglinga með góðum árangri.