20180324_154203Á ársþingi USVS voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta íþróttamanns USVS. Tvær stúlkur voru tilnefndar, Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir og Elín Gróa Kjartansdóttir. Báðar hafa staðir sig mjög vel á árinu en Sigríður fékk titilinn efnilegasti íþróttamaður USVS.

Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir hefur lagt hart að sér í hestamennskunni á árinu 2017. Hún hefur verið með 2 hross í sinni eigu og séð alfarið um að þjálfa þau sjálf. Hún sótti sér aðstoð hjá reiðkennara á eigin vegum í sumar. Hún er mjög jákvæð bæði við þjálfun og keppni, leggur sig alltaf hundrað prósent fram og er alltaf tilbúin að vera með og prófa eitthvað nýtt. Samanber það að hún sótti um til LH að fara út til Belgíu á Youth camp síðastliðið sumar og var valin í það verkefni ásamt 4 öðrum stúlkum víðsvegar af landinu. Hún nýtti sér alla aðstoð sem hægt var að fá  á vegum Hmf. Sindra, keppti á öllum mótum Sindra og einnig nokkrum mótum út á við.