Á Sambandsþingi USVS voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta íþróttamanns USVS. Tveir drengir frá Ungmennafélaginu Kötlu voru tilnefndar, Bjarni Steinn Vigfússon og Eyjólfur Lárus Guðbjörnsson . Eyjólfur var valinn efnilegasti íþróttamaður ársins 2021.

Eyjólfur Lárus tók þátt í Meistaramótum Íslands 11-14 ára innan og utanhúss á árinu með mjög góðum árangri. Þar varð hann meðal annars í 2. sæti í kúluvarpi 14 ára pilta bæði á innan og utanhússmótinu og á hann annað lengsta kastið í kúluvarpi 2021 á Íslandi í hans aldursflokki. Hann bætt sig í flestum greinum sem hann tók þátt í á árinu og árangur hans er á topp 10 lista yfir landið í 6 greinum af þeim 9 sem hann keppti í á árinu. Þá setti hann 3 héraðsmet:

Utanhúss:

Kúluvarp, Mí 11-14 ára, 10,38m

Innanhúss:

600m hlaup, Mí 11-14 ára 1:48,22

Kúluvarp, Mí 11-14 ára, 9,56m

Eyjólfur Lárus er virkur og áhugasamur íþróttamaður og stundaði einnig knattspyrnu og körfuknattleik á árinu og mætir vel á æfingar, hann er jákvæður og góður liðsfélagi