Hreyfivika  heppnaðis mjög vel þetta árið. Ungmennafélagið Katla stóð að mörgum viðburðum.

Á mánudaginn var samstarfsverkefni Lögreglunnar, Ungmennafélagsins Kötlu og Grunnskólans. Lögreglan fór með nemendur í elstu bekkjum grunnskólans í hjólaferð þar sem einnig var farið yfir helstu umferðareglur. Það var líka fjör í leikskólanum á mánudaginn. Þar var um að ræða samstarf Lögreglu, Ungmennafélags Kötlu  og leikskólans og var farið með eldri deild leikskólans í gönguferð og farið yfir helstu umferðarreglur. 18740815_734109616714349_6886635681040740795_n

Stærsti viðburður Ungmennafélagsins Kötlu var síðan Mýrdalshlaupið sem var haldið laugardaginn 3. júní. Það tóku þátt 21 hlauparar í hlaupinu. Tveir landsliðsmenn tóku þátt í hlaupinu þeir Guðni Páll Pálsson og Kári Steinn Karlsson. Engin met voru slegin að þessu sinni enda hátt í 20 metrar á sek. upp á Reynisfjalli.

18813945_442649839443630_9099165621768731169_n