Kristín er Hestamannafélaginu Kópi til sóma. Fagmannleg innan vallar sem utan. Á árinu hefur Kristín verið að keppa á mótum út um allt land, og staðið sig þar með mikilli prýði. Má þar nefna sem dæmi Svellkaldar og náði hún þar góðum árangri og endaði í fyrsta sæti á hestinum Þokka frá Efstu-Grund. Það sem að ber af á árinu hjá Kristínu er HM í Herning í Danmörku. En þar kom hún sá og sigraði, heimsmeistaratitillinn í tölti varð staðreyndin. Flottur árangur hjá Kristínu og teljum við að hún sé vel að þessum titli komin.