Á ársþingi USVS voru veitt verðlaun fyrir efnilegasta íþróttamanns USVS. Tveir drengir frá Ungmennafélaginu Kötlu voru tilnefndar, Egill Atlason Waagfjörð og Eyjólfur Lárus Guðbjörnsson . Egill fékk titilinn efnilegasti íþróttamaður USVS árið 2020.

Egill mætti á nánast allar æfingar Umf. Kötlu árið 2020 hann er alltaf mjög áhugasamur og virkur á æfingum og hefur mikinn metnað og leggur sig 100% fram á æfingum. Hann keppti á Meistaramóti Íslands utanhúss á Sauðarkróki í sumar með ágætis árangri. Þar bætti hann árangur sinn í flestum greinum. Það verður spennandi að fylgjast með honum á árinu 2021 þar sem mótin verða vonandi fleiri. Egill stundaði einnig knattspyrnu af miklum krafti og eru mætingar og framkoma til mikillar fyrirmyndar. Egill er flott fyrirmynd fyrir hópinn og mjög virkur og áhugasamur, þessi mikli áhugi hefur skilað sér í miklum framförum.