5  Skaftfellskir knapar tóku þátt í Suðurlandsdeildinni í hestaíþróttum í vetur undir merkjum ICEWEAR sem styrkti þátttöku liðsins í deildinni. Suðurlandsdeildin er ný deild í hestaíþróttum sem hófst í vetur og samanstóð af 4 keppniskvöldum á tveggja vikna fresti í janúar til mars þar sem tólf 5 manna lið blönduð áhugamönnum og atvinnumönnum tóku þátt. Keppt var í fjórgangi, parafimi, tölti og fimmgangi og voru tvenn úrslit í hverri grein annarsvegar fyrir áhugamenn og hinsvegar fyrir atvinnumenn. Liði ICEWEAR gekk með ágætum og skiluðu knapar sér í úrslit í 5 skipti af þessum 8 úrslitum. Deildin var einstaklega vel heppnuð, vel sótt af áhorfendum og þótti liði ICEWEAR einstaklega skemmtilegt að vera þátttakendur í henni, vegna árangursins er liði með öruggt sæti að ári og er þegar farið að leggja grunn að enn metnaðarfullri þátttöku næsta vetur.