Vilborg Smáradóttir, Vigfús Þ. Hróbjartsson, Linda Agnarsdóttir og Stefán Jónsson voru öll sæmd starfsmerki UMFÍ á ársþingi USVS.  Ársþingið fór fram á Kirkjubæjarklaustri á laugardaginn.

Stefán Jónsson er félagi í Hestamannafélaginu Kópi og hefur verið það í tæp 55 ár eða frá stofnun þess þann 30.júní 1963.Stefán hefur ætíð verið áhugasamur um starfsemi félagsins og unnið óeigingjarnt sjálfboðaliðastarf í þágu þess. Hann er ávallt mættur manna fyrstur t.d. þegar blásir er til leiks við undirbúning á  mótsvæðinu fyrir mótahald og til ýmiskonar verka  sem ekki eru endilega svo sýnileg en eru mikilvæg starfsemi félagsins. Hann er virkur þátttakandi í öllu félagsstarfi og mætir á flest öll mannamót á vegum félagsins. Hann lætur sér annt um æskulýðsstarf félagsins og fylgist vel með gangi þess. Alltaf tilbúinn að rétta okkur hjálparhönd við það, sem og flest annað. Það að hann sé búin að vera virkur félagi í 55 ár er eitthvað sem vert er að þakka og við hin að bera virðingu fyrir.

Linda Agnarsdóttir er búin að vera formaður Ungmennafélagsins Ármanns síðan 2011 eða í 7 ár. Hún var í stjórn USVS frá 2011-2014.Linda hefur borið hita og þungan af starfi Ungmennafélagsins Ármann frá því að hún tók við formennsku í félaginu. Starf félagsins hefur verið í föstum mótum frá því að hún tók við og hefur henni tekist að halda út æfingum og starfi með börnum og unglingum á þessum tíma. Það er ekki sjálfgefið að það gerist í litlum ungmennafélögum út á landi. Linda er fylgin sér og jákvæð. Hún tekur á móti hlutunum með jafnaðargeði og hefur þann eiginleika að geta séð hlutina með jákvæðni. Hún er vinnusöm og hefur lagt mikið að mörkum í íþróttaiðkunn barn á Kirkjubæjarklaustri.

Vigfús Hróbjartsson var formaður Ungmennafélagsins Kötlu í þrjú ár frá 2014-2017. Vigfús hefur þess utan tekið þátt í almennu ungmennafélagsstarfi sem ágætlega virkur félagsmaður.Vigfús var formaður Ungmennafélagsins Kötlu á tímum þar sem starf félagsins hefur tekið miklum framförum. Ungmennafélagið hefur á þessum tíma breyst úr litlu félagi í mjög virt félags sem heldu uppi góðu frjálsíþróttastarfi og hafa keppendur þeirra verið áberandi á frjálsíþróttamótum. Vigfús er góður drengur og á fyllilega skilið að fá stafsmerki fyrir sjálfboðastarf sitt.

Vilborg Smáradóttir, hefur verið félagi í hmf Sindra frá blautu barnsbeini og  tók virkan þátt  í félagsstarfi og mótum hjá félaginu.  Meðan á búsetu fjarri heimaslóðum stóð var eins og gefur að skilja þátttakan minni. Frá því hún flutti aftur heim í Mýrdalinn árið 2006 hefur hún verið mjög virk í félaginu.hún hefur setið í stjórn Sindra síðastliðin 10 ár fyrst sem gjaldkeri, en síðan 2015 sem formaður. Síðastliðið 1 ár hefur hún verið í kappreiðanefnd,  Hún var formaður æskulýðsnefndar í 10 ár, frá 2007 til 2017. Á þeim tíma hlaut Sindri meðal annars árið 2013 hinn eftirsótta æskulýðsbikar Landssambands hestamanna. Með því að láta verkin tala varð mikil uppsveifla  í öllu starfi æskulýðsmála á þessum árum, sótt voru námskeið og farið í æfingabúðir,  æskulýðsmót með útilegu út á Sindravelli fyrir félagsmót. Reiðskólinn taldi oft um og yfir 100 þátttakendur.  Farið var með hóp ungmenna á heimsmeistaramótið í Berlín árið 2013. Svo mætti  lengi telja, hugurinn er mikill og það sem meira var sett voru markmið og þeim fylgt eftir,  til þess að ná settum markmiðum og uppfylla hina ýmsu drauma þarf skipulag, þrautseigju, dugnað og síðast enn ekki síst ástríðu fyrir því sem gert er hverju sinni.  Vilborg hefur svo sannarlega sýnt það í verkum sínum undanfarin ár að henni þykir afar vænt um sitt félag og lagt svo sannarlega sitt á vogarskálarnar til að gera gott félag betra.