Ath. Breytt dagsetning
43. Sambandsþing USVS verður haldið í Leikskálum í Vík laugardaginn 16. mars nk. kl. 10:00 – 18:00.
Hér með er formlega boðað til þings, en samkvæmt lögum USVS þarf að boða til þings með amk. mánaðar fyrirvara.
Rétt til setu á þinginu eiga 35 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum USVS. Kjörbréf og tillögur verða sendar til félaga og ráða með seinna fundarboði.
Tillögur frá aðildarfélögum verða að berast á skrifstofu USVS tímanlega ef félagið er með einhver málefni sem stjórn þess vill koma á framfæri á héraðsþinginu í formi tillögu.
Stjórn USVS fer yfir tillögurnar á síðasta stjórnarfundi fyrir þing og sendir út tillögur til aðildarfélaganna nokkru fyrir þing.
Tillögur um lagabreytingar þurfa samkvæmt lögum USVS að berast stjórn USVS með tveggja vikna fyrirvara, eða í síðasta lagi 2. mars nk. En frestur til þess hefur verið lengdur til 10.mars vegna tilfærslu á dagsetningu þingsins.