Landsmótsnefnd kom saman

3. Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið dagana 7.–9. júní 2013 í Vík í Mýrdal. Fyrsta mótið var haldið á Hvammstanga 2011 og í sumar sem leið var annað mótið haldið í Mosfellsbæ og tókst einstaklega vel.

Mótið er sérstaklega ætlað fólki 50 ára og eldra. Framkvæmd mótsins er í höndum Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur Skaftafellssýslu, í samstarfi við Mýrdalshrepp.

Mótið er íþrótta- og heilsuhátíð þar sem allir ættu að finna eitthvað við sitt hæfi í þeim fjölmörgu greinum sem í boði eru. Fyrirhugaðar keppnisgreinar eru Frjálsar, sund, boccia, golf, pútt, skák, bridds, starfsíþróttir,  Ringó,  hestaíþróttir, línudans, sýningarhópar, þríþraut, almenningshlaup, hjólreiðar. 

Landsmót UMFÍ 50+ er tilvalinn vettvangur til að hittast, etja kappi og eiga góða stund saman.

Mynd frá vinstri: Hluti landsmótsnefndar UMFÍ 50+. Ragnheiður Högnadóttir, Sæmundur Runólfsson, Guðni Einarsson, Björg Jakobsdóttir, Victoria Reinholdsdóttir og Ásgeir Magnússon.