43. Sambandsþing USVS var haldið í félagsheimilinu Leikskálum í Vík laugardaginn 16.mars. Þar voru m.a. veitt verðlaun fyrir Íþróttamann ársins og efnilegasta íþróttamann ársins. Að þessu sinni varð Þorsteinn Björn Einarsson frá Umf. Kötlu fyrir valinu sem íþróttamaður ársins og Svanhildur Guðbrandsdóttir var valin efnilegasti íþróttamaður ársins.
Góður andi var á þinginu og skemmti fólk sér vel við almenn þingstörf.
Ný stjórn var kosin og í henni sitja:
- Ragnheiður Högnadóttir formaður
- Pálmi Kristánsson gjaldkeri
- Petra Kristín Kristinsdóttir ritari
- Erla Þórey Ólafsdóttir meðstjórnandi
- Ástþór Jón Tryggvason meðstjórnandi
Varastjórn:
- Ásta Alda Árnadóttir
- Kristín Ásgeirsdóttir
- Sigurður Elías Guðmundsson