Category: Landsmót 50+ í Vík

Fréttir af Landsmóti 50+

  • Almenningshlaup á Landsmóti 50+ í Vík

    Almenningshlaup á Landsmóti 50+ í Vík

    Það verður keppt í Almenningshlaupi á Landsmóti 50+ í Vík 7.-9.júní

    Hlaupið er opið fyrir alla aldurshópa.

  • Boccia á Landmóti 50+ í Vík

    Það verður keppt í Boccia á Landmóti 50+ í Vík 7.-9.júní

    Skráning á http://skraning.umfi.is/50plus/

  • Ljósmyndamaraþon í Vík á Landsmóti 50+

    Ljósmyndamaraþon í Vík á Landsmóti 50+

    Það verður keppt í Ljósmyndamaraþoni á Landsmóti 50+ í Vík 7.-9.júní í sumar

    Skráninga á http://skraning.umfi.is/50plus/

  • Hjólreiðar á Landsmóti 50+ í Vík

    Hjólreiðar á Landsmóti 50+ í Vík

    Það verður keppt í hjólreiðum á Landsmóti 50+ í Vík 7.-9.júní.

    Hjólreiðar eru keppnisgrein sem er opin öllum aldursflokkum.

    Skráning á http://skraning.umfi.is/50plus/

     

  • Púttkeppni meðal vinsælustu keppnisgreina á 50+

    Púttkeppni meðal vinsælustu keppnisgreina á 50+

    Keppni í pútti hefur verið meðal vinsælustu keppnisgreina á landsmóti 50+.

    Þetta árið hefur skráningin verið góð og eru nokkur sæti laus fyrir þá sem hafa áhuga þannig að það er um að gera að drífa í að skrá sig.

    Golfklúbburinn í Vík er að búa til nýja púttflöt við Golfskálann sem verður notuð á Landsmótinu.

    Sérgreinastjóri í Púttkeppninni er Eggert Skúlason

    Skráning inn á síðu UMFÍ

     

  • Starfsgreinar á Landsmóti 50+

    Starfsgreinar á Landsmóti 50+

    Keppt verður í 5 starfsgreinum Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík

    • Búfjárdómum
    • Dráttarvélaakstri
    • Kjötsúpugerð
    • Ljósmyndamaraþoni
    • Pönnukökubakstri

    Yfirsérgreinastjóri er Anna Birna Þráinsdóttir

    Skráning á vefsíðu UMFÍ

  • Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

    Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

    Allir íbúar Mýrdalshrepps og nágrennis,félagar innan vébanda USVS auk allra sem að áhuga hafa fyrir landsmóti 50+ eru velkomnir á kynningarfund í Leikskálum þriðjudaginn 21.maí kl.20.

    Kynnt verður dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður dagana     7.-9.júní í Vík. Einnig verður útskýrt hvernig hægt er að taka þátt sem keppandi og sjálfboðaliði, greinarnar kynntar sem og aðrir viðburðir í kringum mótið.

    Það er mikilvægt að allir íbúar standi saman að því að gera þetta mót hið glæsilegasta í alla staði. Gestir koma alls staðar að af landinu og þurfa þeir á þjónustu að halda alla helgina, verður þetta mikil kynning fyrir svæðið og því mikilvægt að vel takist til.

    Takið kvöldið frá og verið með okkur í að undirbúa þennan stóra viðburð í okkar sveitarfélagi.

    Landsmótskveðja,

    Mýrdalshreppur og USVS

  • Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

    Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

    Kæru ungmennafélagar

     

    Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +. Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst til að hægt sé að átta sig á umfangi greina. Góð þátttaka hefur verið í boccia undafarin ár því er mikilvægt að fá skráningar í þá grein sem fyrst. Ef takmarka þarf í greinar komast þeir að sem skrá sig fyrst.

    Skráning fer fram http://skraning.umfi.is/50plus/ aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á facebook síðu mótsins (Landsmót UMFÍ 50 +). Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal helgina 7. – 9. júní.

  • Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

    Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

    Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur nú fyrir. Ungmennasamband Vestur – Skaftafellssýslu (USVS) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í góðu samstarfi við Mýrdalshrepp.

    Aðstaðan í Vík í Mýrdal er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Glæsilegur 9 holu gorvöllur er í Vík sem einnig verður nýttur fyrir mótið í sumar.

    Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, Boccia, Bidds, Frjálsar íþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Hjólreiðar, Leikfimi dans, Línudans, Pútt, Ringó, Skák, Sund, Starfsíþróttir, Hringdansar og Þríþraut.

    DAGSKRÁ

    Föstudagur 7. júní

    Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni

    Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

     

    Laugardagur 8. júní

    Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, (opið öllum)

    Kl. 09:00-15:00 Hjólreiðar

    Kl. 08:00–19:00 Golf

    Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit (íþróttahús)

    Kl. 12:00–19.00 Bridds

    Kl. 11:00–12:00 Zumba (opið öllum)

    Kl. 12:00–14.00 Sund

    Kl. 13:00–15:00 Línudans (Íþróttahús)

    Kl. 13:00–16:00 Hestaíþróttir

    Kl. 13:00–17:00 Skák

    Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

    Kl. 14.00–18:00 Frjálsar íþróttir

    Kl. 16:00–18:00 Sýningar

    Kl. 16:00–19:00 Almenningshlaup (opið öllum)

    Kl. 20:00–21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)

     

    Sunnudagur 9. júní

    Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi (opið öllum)

    Kl. 09:30- 12:30 Pútt

    Kl. 09:00–13.00 Þríþraut

    Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

    Kl. 10:00–13:00 Frjálsar íþróttir

    Kl. 10:00–12:00 Pönnukökubakstur

    Kl. 10:00–14.00 Ringó íþróttahús

    Kl. 10:00–14:00 Skák

    Kl. 14:00–14:30 Mótsslit (opið öllum)

     

    Mynd: Vík í Mýrdal

  • Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

    Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

    Sl. föstudag voru undirritaðir samningar í Vík Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmótsnefndar og Mýrdalshrepps og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu.

    Aðstaðan í Vík í Mýrdal er mjög góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni sem byggð var fyrir unglingalandsmótið sem þar var haldið 2005.

    Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Ennfremur er glæsilegur 9 holu golfvöllur.

    Keppnisgreinar á mótinu verða: Almenningshlaup, frjálsar íþróttir, boccia, golf, bridds, hestaíþróttir, hjólreiðar, leikfimi dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, hringdansar, sýningar/leikfimi og þríþraut.

    Mynd: Frá undirritun samningsins í Vík í Mýrdal. Frá vinstri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir formaður USVS.