Laugardaginn 9.mars verður Frjálsíþróttamót USVS innanhús haldið á Kirkjubæjarklaustri.
Mótið hefst kl.10.30 og verður mótið keyrt áfram eftir því hve margir eru skráðir í hverja grein.
Keppt er í eftirfarandi greinum:
- Langstökk án atrennu í öllum flokkum
- Þrístökk án atrennu í öllum flokkum
- Hástökk með atrennu í öllum flokkum
- Kúluvarp 11 ára og eldri
- Boðhlaup 10 ára og yngri
Flokkarnir eru:
- 8 ára og yngri
- 9 – 10 ára
- 11 – 12 ára
- 13 – 14 ára
- 15 – 16 ára
- 17 – 18 ára
- 19 ára og eldri
Athygli skal vakin á því að EKKI verður farið eftir stigatöflu FRÍ á mótinu.
Skráning
Skráningar skal senda á skrifstofu USVS með tölvupósti í síðasta lagi sólarhring fyrir mótið.