Íþróttahátíð USVS verður haldin helgina 25.-26.ágúst í Vík. Vonumst við til að sjá sem flesta keppendur á öllum aldri. Ætlunin er að gera þetta að fjölskylduhátíð þar sem eitthvað verður í boði fyrir alla. Keppt verður í frjálsum íþróttum, hestaíþróttum, golfi, fótbolta og skemmtidagskrá verður á laugardagkvöldinu. Skráningarfrestur er fimmtudaginn 23.ágúst kl.21.00.
Dagskrá
Frjálsar íþróttir laugardagur kl.10-15
Umsjón: Umf Katla, Umf Ármann og Umf Skafti
Fótbolti laugardagur kl.15-18
Umsjón: Umf Katla og Umf Ármann
Skemmtidagskrá laugardagur kl.18-21
Umsjón: USVS
Golf sunnudagur kl.9.00
Umsjón: GKV
Hestaíþróttir sunnudagur kl.13.00
Umsjón: Sindri og Kópur
Í frjálsum íþróttum er keppt eftir reglugerðinni sem er á heimasíðu USVS. Þar koma fram greinar og aldursskiptingar.
Í hestaíþróttum verður keppt í Tölti og Fjórgangi í Barnaflokki, Tölti, Fjórgangi og Fimmgangi í Unglinga og Opnum flokki. Í lokin verður 100m Skeið í Opnum flokki.