• Almenningshlaup á Landsmóti 50+ í Vík

    Almenningshlaup á Landsmóti 50+ í Vík

    Það verður keppt í Almenningshlaupi á Landsmóti 50+ í Vík 7.-9.júní

    Hlaupið er opið fyrir alla aldurshópa.

  • Boccia á Landmóti 50+ í Vík

    Það verður keppt í Boccia á Landmóti 50+ í Vík 7.-9.júní

    Skráning á http://skraning.umfi.is/50plus/

  • Ljósmyndamaraþon í Vík á Landsmóti 50+

    Ljósmyndamaraþon í Vík á Landsmóti 50+

    Það verður keppt í Ljósmyndamaraþoni á Landsmóti 50+ í Vík 7.-9.júní í sumar

    Skráninga á http://skraning.umfi.is/50plus/

  • Hjólreiðar á Landsmóti 50+ í Vík

    Hjólreiðar á Landsmóti 50+ í Vík

    Það verður keppt í hjólreiðum á Landsmóti 50+ í Vík 7.-9.júní.

    Hjólreiðar eru keppnisgrein sem er opin öllum aldursflokkum.

    Skráning á http://skraning.umfi.is/50plus/

     

  • Púttkeppni meðal vinsælustu keppnisgreina á 50+

    Púttkeppni meðal vinsælustu keppnisgreina á 50+

    Keppni í pútti hefur verið meðal vinsælustu keppnisgreina á landsmóti 50+.

    Þetta árið hefur skráningin verið góð og eru nokkur sæti laus fyrir þá sem hafa áhuga þannig að það er um að gera að drífa í að skrá sig.

    Golfklúbburinn í Vík er að búa til nýja púttflöt við Golfskálann sem verður notuð á Landsmótinu.

    Sérgreinastjóri í Púttkeppninni er Eggert Skúlason

    Skráning inn á síðu UMFÍ

     

  • Starfsgreinar á Landsmóti 50+

    Starfsgreinar á Landsmóti 50+

    Keppt verður í 5 starfsgreinum Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík

    • Búfjárdómum
    • Dráttarvélaakstri
    • Kjötsúpugerð
    • Ljósmyndamaraþoni
    • Pönnukökubakstri

    Yfirsérgreinastjóri er Anna Birna Þráinsdóttir

    Skráning á vefsíðu UMFÍ

  • Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

    Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

    Allir íbúar Mýrdalshrepps og nágrennis,félagar innan vébanda USVS auk allra sem að áhuga hafa fyrir landsmóti 50+ eru velkomnir á kynningarfund í Leikskálum þriðjudaginn 21.maí kl.20.

    Kynnt verður dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður dagana     7.-9.júní í Vík. Einnig verður útskýrt hvernig hægt er að taka þátt sem keppandi og sjálfboðaliði, greinarnar kynntar sem og aðrir viðburðir í kringum mótið.

    Það er mikilvægt að allir íbúar standi saman að því að gera þetta mót hið glæsilegasta í alla staði. Gestir koma alls staðar að af landinu og þurfa þeir á þjónustu að halda alla helgina, verður þetta mikil kynning fyrir svæðið og því mikilvægt að vel takist til.

    Takið kvöldið frá og verið með okkur í að undirbúa þennan stóra viðburð í okkar sveitarfélagi.

    Landsmótskveðja,

    Mýrdalshreppur og USVS

  • Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

    Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

    Kæru ungmennafélagar

     

    Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +. Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst til að hægt sé að átta sig á umfangi greina. Góð þátttaka hefur verið í boccia undafarin ár því er mikilvægt að fá skráningar í þá grein sem fyrst. Ef takmarka þarf í greinar komast þeir að sem skrá sig fyrst.

    Skráning fer fram http://skraning.umfi.is/50plus/ aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á facebook síðu mótsins (Landsmót UMFÍ 50 +). Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal helgina 7. – 9. júní.

  • Ný stjórn USVS kom saman á nýrri skrifstofu USVS

    Ný stjórn USVS kom saman á nýrri skrifstofu USVS

    Stjórnarfundur USVS 18.apríl 2013 – Fundargerð

    Mættir voru: Ragnheiður, Pálmi, Petra, Ástþór, Erla Þórey, Kristín Ásgeirs og Kjartan

    Dagskrá fundarins

    1. Stjórn skiptir með sér verkum

    a. Pálmi verður áfram gjaldkeri

    b. Erla Þórey verður ritari

     

    2. Fara yfir tillögur frá Sambandsþingi

    Stjórn fór yfir tillögur frá síðasta sambandsþingi og fól framkvæmdastjóra eftirfarandi verkefni:

    • Breyta reglugerð um val á íþróttamanni ársins eins og samþykkt var á þinginu.

    • Að skipuleggja þriðjudagsmótaröð í sumar sem yrði haldin til skiptis í Vík og á Klaustri með tveimur mótum þar sem öðrum félögum verður boðin þátttaka.

    • Breyta reglugerð varðandi úthlutun á styrkjum úr Æskulýðssjóði USVS eins og var samþykkt á síðasta Sambandsþingi.

    • Útbúa gátlista fyrir aðildarfélög vegna þekkingarleysis í þjálfun tæknigreina í frjálsum íþróttum.

    • Skipuleggja fund með sveitarstjórum Mýrdalshrepps og Skaftárhrepps vegna sameiningar stöðu íþróttafulltrúa hjá sveitarfélögunum og framkvæmdastjórastöðu USVS.

    • Halda dómara- og þjálfaranámskeið í sem flestum greinum.

     

    3. Landsmót 50+ verkefni og verkaskipting

    Kjartan fór yfir undirbúning sem er þegar búinn og það sem framundan er. Framundan er skipulögð vinna sjálfboðaliða við andlitslyftingu á keppnissvæðinu. Ragnheiður bað um uppástungur vegna setningarathafnar. Umræða um það.

     

    4. Heimasíða USVS, Facebook og myndir

    Kjartan fór yfir starf framkvæmdastjóra frá síðasta Sambandsþingi. Taldi hann meðal annars upp:

    • Uppsetning á heimasíðu

    • Facebook síða

    • Skönnun á gömlum myndum

    • Flutningur á skrifstofu

    • Starfsskýrsluskil

    • Undirbúningur á Landsmóti 50+

     

    5. Önnur mál

    a. Ástþór vill að metaskrá sé yfirfarin og uppfærð.

    b. Umræða um mót USVS og eru fundarmenn sammála um að samskiptaleysi valdi því að framkvæmd mótanna er stundum ekki eins og best er á kosið.

     

    Fundi slitið
    Kjartan Kárason skrifaði fundargerð

     

  • Aðalfundur Umf. Skafta

    Aðalfundur Umf. Skafta verður haldinn í Tunguseli þann 21. apríl kl. 10:00.

    Venjuleg aðalfundarstörf.

    Stjórnin