• 43.Sambandsþing USVS var haldið í Vík 16.mars

    43.Sambandsþing USVS var haldið í Vík 16.mars

    IMG_467443. Sambandsþing USVS var haldið í félagsheimilinu Leikskálum í Vík laugardaginn 16.mars. Þar voru m.a. veitt verðlaun fyrir Íþróttamann ársins og efnilegasta íþróttamann ársins. Að þessu sinni varð Þorsteinn Björn Einarsson frá Umf. Kötlu fyrir valinu sem íþróttamaður ársins og Svanhildur Guðbrandsdóttir var valin efnilegasti íþróttamaður ársins.

    Góður andi var á þinginu og skemmti fólk sér vel við almenn þingstörf.

    Ný stjórn var kosin og í henni sitja:

    • Ragnheiður Högnadóttir formaður
    • Pálmi Kristánsson gjaldkeri
    • Petra Kristín Kristinsdóttir ritari
    • Erla Þórey Ólafsdóttir meðstjórnandi
    • Ástþór Jón Tryggvason meðstjórnandi

    Varastjórn:

    • Ásta Alda Árnadóttir
    • Kristín Ásgeirsdóttir
    • Sigurður Elías Guðmundsson
  • Úrslit frá Frjálsíþróttamótinu á Klaustri

    Úrslit frá Frjálsíþróttamótinu á Klaustri

    Úrslitin úr Frjálsíþróttamótinu sem var haldið á Klaustri um síðustu helgi eru komin inn á netið. Hægt er að skoða þau með því að smella á þenna link Mótaforrit FRÍ

    Mótið gekk vel fyrir sig og tóku 50 keppendur þátt í mótinu. Gaman var að fylgjast með krökkunum sem voru að taka sín fyrstu skref í keppni og sáust stundum skemmtilegar taktar og tilburðir.

    Myndir af mótinu eru komnar á vefinn.

  • Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

    Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

    Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur nú fyrir. Ungmennasamband Vestur – Skaftafellssýslu (USVS) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í góðu samstarfi við Mýrdalshrepp.

    Aðstaðan í Vík í Mýrdal er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Glæsilegur 9 holu gorvöllur er í Vík sem einnig verður nýttur fyrir mótið í sumar.

    Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, Boccia, Bidds, Frjálsar íþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Hjólreiðar, Leikfimi dans, Línudans, Pútt, Ringó, Skák, Sund, Starfsíþróttir, Hringdansar og Þríþraut.

    DAGSKRÁ

    Föstudagur 7. júní

    Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni

    Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

     

    Laugardagur 8. júní

    Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, (opið öllum)

    Kl. 09:00-15:00 Hjólreiðar

    Kl. 08:00–19:00 Golf

    Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit (íþróttahús)

    Kl. 12:00–19.00 Bridds

    Kl. 11:00–12:00 Zumba (opið öllum)

    Kl. 12:00–14.00 Sund

    Kl. 13:00–15:00 Línudans (Íþróttahús)

    Kl. 13:00–16:00 Hestaíþróttir

    Kl. 13:00–17:00 Skák

    Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

    Kl. 14.00–18:00 Frjálsar íþróttir

    Kl. 16:00–18:00 Sýningar

    Kl. 16:00–19:00 Almenningshlaup (opið öllum)

    Kl. 20:00–21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)

     

    Sunnudagur 9. júní

    Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi (opið öllum)

    Kl. 09:30- 12:30 Pútt

    Kl. 09:00–13.00 Þríþraut

    Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

    Kl. 10:00–13:00 Frjálsar íþróttir

    Kl. 10:00–12:00 Pönnukökubakstur

    Kl. 10:00–14.00 Ringó íþróttahús

    Kl. 10:00–14:00 Skák

    Kl. 14:00–14:30 Mótsslit (opið öllum)

     

    Mynd: Vík í Mýrdal

  • Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

    Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

    Sl. föstudag voru undirritaðir samningar í Vík Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmótsnefndar og Mýrdalshrepps og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu.

    Aðstaðan í Vík í Mýrdal er mjög góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni sem byggð var fyrir unglingalandsmótið sem þar var haldið 2005.

    Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Ennfremur er glæsilegur 9 holu golfvöllur.

    Keppnisgreinar á mótinu verða: Almenningshlaup, frjálsar íþróttir, boccia, golf, bridds, hestaíþróttir, hjólreiðar, leikfimi dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, hringdansar, sýningar/leikfimi og þríþraut.

    Mynd: Frá undirritun samningsins í Vík í Mýrdal. Frá vinstri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir formaður USVS.

  • 43.Sambandsþing USVS verður haldið 16.mars

    43.Sambandsþing USVS verður haldið 16.mars

    Ath. Breytt dagsetning

    43. Sambandsþing USVS verður haldið í Leikskálum í Vík laugardaginn 16. mars nk. kl. 10:00 – 18:00.

    Hér með er formlega boðað til þings, en samkvæmt lögum USVS þarf að boða til þings með amk. mánaðar fyrirvara.
    Rétt til setu á þinginu eiga 35 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum USVS. Kjörbréf og tillögur verða sendar til félaga og ráða með seinna fundarboði.

    Tillögur frá aðildarfélögum verða að berast á skrifstofu USVS tímanlega ef félagið er með einhver málefni sem stjórn þess vill koma á framfæri á héraðsþinginu í formi tillögu.
    Stjórn USVS fer yfir tillögurnar á síðasta stjórnarfundi fyrir þing og sendir út tillögur til aðildarfélaganna nokkru fyrir þing.

    Tillögur um lagabreytingar þurfa samkvæmt lögum USVS að berast stjórn USVS með tveggja vikna fyrirvara, eða í síðasta lagi 2. mars nk. En frestur til þess hefur verið lengdur til 10.mars vegna tilfærslu á dagsetningu þingsins.

  • Frjálsíþróttamót USVS innanhúss á Klaustri 9.mars

    Frjálsíþróttamót USVS innanhúss á Klaustri 9.mars

    Laugardaginn 9.mars verður Frjálsíþróttamót USVS innanhús haldið á Kirkjubæjarklaustri.

    Mótið hefst kl.10.30 og verður mótið keyrt áfram eftir því hve margir eru skráðir í hverja grein.

     

    Keppt er í eftirfarandi greinum:

    • Langstökk án atrennu í öllum flokkum
    • Þrístökk án atrennu í öllum flokkum
    • Hástökk með atrennu í öllum flokkum
    • Kúluvarp 11 ára og eldri
    • Boðhlaup 10 ára og yngri

     

    Flokkarnir eru:

    • 8 ára og yngri
    • 9 – 10 ára
    • 11 – 12 ára
    • 13 – 14 ára
    • 15 – 16 ára
    • 17 – 18 ára
    • 19 ára og eldri

     

     

    Athygli skal vakin á því að EKKI verður farið eftir stigatöflu FRÍ á mótinu.

    Skráning

    Skráningar skal senda á skrifstofu USVS með tölvupósti í síðasta lagi sólarhring fyrir mótið.

  • Stjórnarfundur USVS 12.feb 2013

    Dagskrá fundarins

    1. Breytingar á skrifstofuhúsnæði
    2. Landsmót 50+
    3. Metaskrá USVS
    4. Ársþing USVS
    5. Frjálsíþróttamót USVS Innanhúsmót
    6. Önnur mál
    • Skýrsla æfingaferðar Kötlu

    Mættir voru: Ragnheiður, Pálmi, Petra, Þórunn (Skype) og Kjartan

    Fjarverandi: Linda

  • Námskeið í boccia haldið í Vík í tengslum við Landsmót UMFÍ 50+

    Námskeið í boccia haldið í Vík í tengslum við Landsmót UMFÍ 50+

    3. Landsmót Ungmennafélags Íslands 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní í sumar. Aðstæður allar í Vík eru til fyrirmyndar en mikið uppbyggingarstarf fór fram samfara unglingalandsmótinu sem haldið var 2005 í bænum. Byggður var fyrsta flokks frjálsíþróttavöllur en auk hans eru góðar aðstæður í íþróttahúsinu og til keppni í sundi.

    Flemming

    Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða. Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund, sýningar, þríþraut og hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta skráð sig til þátttöku.

     

    Haldið var námskeið í boccia í Vík í Mýrdal í gær í tengslum við Landsmótsnefndarfund UMFÍ 50+ sem haldinn var í gærkvöldi. Sigurður Guðmundsson Landsfulltrúi UMFÍ kynnti Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Vík í Mýrdal í sumar fyrir boccia spilurum.

     

    Flemming Jessen, sem sæti á í landsmótsnefnd, fór svo yfir undirstöðuatriðið í boccia og dómgæslu. Mikil ánægja var með námskeiðið og sáust góðir taktar hjá spilurum. Þeir sem vilja fá námskeið til sín í boccia, inni pútti eða öðrum greinum er bent á að hafa samband við Sigurð sigurdur@umfi.is eða í síma 5682929.

  • Gistimöguleikar í nágrenni við Landsmót UMFÍ 50+ í Vík

    Gistimöguleikar í nágrenni við Landsmót UMFÍ 50+ í Vík

    Landsmót UMFÍ 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal helgina 7. – 9. júní í sumar. Keppt verður í fjölmörgum greinum þessa helgi þar sem gleði mun skína úr hverju andliti. Búast má við fjölmörgum keppendum og gestum þessa helgi því er mikilvægt að panta gistingu sem fyrst.

    Hér að neðan má sjá þá gistimöguleika sem eru í Vík og nágrenni.

    Tjaldsvæðið Vík (Í Vík)
    Tjaldsvæðið í Vík er á besta stað í Vík og þar er að finna flesta þá þjónustu sem ferðalanga getur vantað auk þess sem allir helstu staðir og verslanir í Vík eru í auðveldri göngufjarlægð.
    Tjaldsvæðið Vík
    Austurvegi
    Sími: 487 1345
    GPS: 63° 25,167’N
    18° 59,710’W

    Hótel Edda Vík (Í Vík)
    Hótel Edda Vík er í Vík með 32 herbergi auk 10 herbergja í smáhýsum. Veitingastaður er á hótelinu og örstutt í golfvöllinn og gönguleiðir.
    Hótel Edda Vík
    Klettsvegi 1-5
    870 Vík
    Sími: 4444840
    GPS: 63° 25,155’N
    19° 0,062’W
    Email: 
    vik@hoteledda.is
    Vefsíða: 
    http://www.hoteledda.is/hotels/hotel-edda-vik

    Hótel Lundi (Í Vík)
    Hótel Lundi er staðsett í Vík og býður upp á gistingu í 22 herbergjum. 12 þeirra eru í nýrri viðbyggingu, nútímaleg og þægileg. Veitingastaður er á Hótel Lunda og þar er opið allt árið.
    Hótel Lundi
    Víkurvegi 26
    870 Vík
    Sími: 4871212
    GPS: 63° 25,065’N
    19° 0,818’W
    Email: 
    hotellundi@islandia.is
    Vefsíða: 
    www.hotelpuffin.is

    Like Vík (Í Vík)
    Likevík er á suðurvíkurvegi 8a í Vík. Heimagisting þar sem boðið er uppá morgunmat, uppábúin rúm og sameiginlegt baðherbergi.
    LikeVík
    870 Vík
    Sími: 5518668
    GPS: 63° 25,316‘N
    19° 0,438‘W
    Email: 
    likevik@simnet.is

    Gistiheimillið Ársalir (Í Vík)
    Gistiheimilið Ársalir var áður bústaður sýslumanns Skaftfellinga. Ársalir bjóða bæði upp á gistingu í uppbúnum rúmum og svefnpokapláss og eru með 6 tveggja manna herbergi og 14 svefnpokapláss. Morgunverðarhlaðborð er í boði.
    Gistiheimilið Ársalir
    870 Vík
    Austurvegur 7
    Sími: 4871400
    Email: 
    kolbrun@vik.is

    Norður Vík (Í Vík)
    Farfuglaheimilið í Norður-Vík hefur allt það sem farfuglaheimili bjóða uppá og meira til. Fjölskylduherbergi, uppbúin rúm, svefnpokapláss, dorm herbergi, rúmföt til leigu, aðstöðu í eldhúsi, hjólaleigu og frítt internet.
    870 Vík
    Tel. 4871106/8672389
    GPS: 63° 25,399’N
    19° 0,551’W
    Email: 
    vik@hostel.is
    Vefsíða: http://www.hostel.is/Hostels/Vik/

    Heimagisting Eriku (Í Vík)
    Heimagisting Eriku býður upp á notalegt herbergi með góðu útsýni. Hægt er að fá það uppábúið eða vera í svefnpoka. Boðið er upp á morgunmat og það er opið allt árið.
    Heimagisting Eriku
    870 Vík
    Sigtún 5
    Sími: 4871117
    GSM: 6935891
    GPS: 63° 25,308‘N
    19°0,329‘W
    Email: 
    erika@erika.is
    Vefsíða: www.erika.is

    Hótel Höfðabrekka (6 km frá Vík)
    Hótel Höfðabrekka er sveitahótel með 62 herbergjum, hvert með baðherbergi og sjónvarpi og fríu þráðlausu neti. Stór og góður veitingastaður og úrval af afþreyingu í nágrenninu m.a. stangveiði.
    Hótel Höfðabrekka
    Höfðabrekka
    871 Vík
    Sími: 4871208
    GPS: 63° 25,612’N
    18° 54,313’W
    Email: 
    hotel@hofdabrekka.is
    Vefsíða: 
    www.hofdabrekka.is

    Ferðaþjónusta bænda Giljum (7 km frá Vík)
    Nýlega uppgert gistiheimili með 3 tveggja manna herbergjum og 1 eins manns og sameiginlegri aðstöðu.
    Giljur Gesthouse
    871 Vík
    Sími: 4871369
    GPS: 63° 27,354‘ N
    19° 2,992‘ W
    Email: 
    olisteini@simnet.is
    Vefsíða: http://www.sveit.is/FarmDetails/634/giljur-in-vik-area

    Gistiheimilið Reynir (9 km frá Vík
    Á Gistiheimilinu Reyni er boðið upp á uppábúin rúm og síðan er sameiginleg aðstaða þar sem er sturta og eldunaraðstaða.
    Gistiheimilið Reynir
    871 Vík
    Sími: 4871434
    GPS: 63° 25,483‘ N
    19° 2,992‘W
    Email: 
    gistiheimilidreynir@gmail.com
    Vefsíða: www.reyni.is

    Hótel Dyrhólaey (10 km frá Vík)
    Hótel Dyrhólaey er sveitahótel í Mýrdal með gott útsýni. 68 herbergi með baðherbergi og veitingastaður. Frítt internet.
    Hótel Dyrhólaey
    Brekkum
    Sími: 4871333
    GPS: 63° 26,896’N
    19° 8,543’W
    Email: 
    dyrholaey@islandia.is
    Vefsíða: www.dyrholaey.is

    Gistihúsin Görðum (11 km frá Vík)
    Í hverju smáhýsuanna þriggja á Görðum er gistiplás fyrir fjóra, baðherbergi með sturtu og eldunaraðstaða. Örstutt í hinu víðfrægu Reynisfjöru með útsýni til Dyrhólaeyjar.
    Garðar
    871 Vík
    Sími: 4871260
    GPS: 63° 26.896‘N
    19° 2,737‘W
    Email: 
    elsaragnars@simnet.is
    Vefsíða: http://reynisfjara-guesthouses.com/is

    Volcano Hotel (12 km frá Vík)
    Volcano Hotel er í lítið sveitahótel við Þjóveg 1 í Mýrdal. Hótelið er gamall skóli sem var breytt í hótel árið 2011. 7 herbergi alls og þar af 4 fjölskylduherbergi og öll með baðherbergi, sjónvarpi og þráðlausu interneti.
    Volcano Hotel
    Ketilsstaðaskóla
    871 Vík
    Sími: 486 1200
    868 3642
    GPS: 63° 26,205’N
    19° 9,817’W
    Email: 
    info@volcanohotel.is
    Vefsíða: 
    www.volcanohotel.is

    Grand Gesthouse Garðakot (14 km frá Vík)
    Virkilega flott og skemmtilegt gistiheimili í Garðakoti í Dyrhólahverfi. Boðið er uppá uppábúin rúm með morgunmat, hvort sem er með sameiginlegu salerni eða sér.
    Grand Gesthouse Garðakot
    Garðakoti
    871 Vík
    Sími: 8942877
    GPS: 63° 25,120‘N
    19° 10,146‘W
    Email: 
    gardakot@gmail.com
    Vefsíða: www.ggg.is

    Ferðaþjónust bænda á Mið-Hvoli (16 km frá Vík)
    Tvö smáhýsi með með svefnplássi fyrir 5 og allri aðstöðu. Stutt í fjöruna og gönguleiðir á svæðinu. Hestaleiga er á Mið-Hvoli og er boðið upp á ferðir sem henta jafnt vönum sem byrjendum.
    Mið Hvoll
    871 Vík
    Sími: 8633238
    GPS: 63° 25,782‘N
    19° 13,951‘W
    Email: 
    mid.hvoll@gmail.com
    Vefsíða: www.hvoll.com

    Ferðaþjónusta bænda Steig (17 km frá Vík)
    Á Steig eru 12 herbergi með sér baðherbergi og 6 með sameiginlegu baði. Í boði er svefnpokapláss og í húsinu er góð eldunaraðstaða og setustofa fyrir gesti með sjónvarpi.
    Steig Farmholidays
    871 Vík
    Sími: 4871324
    GPS: 63° 27,301‘N
    19° 10,773‘W
    Email: 
    steig@islandia.is
    Vefsíða:

    Ferðaþjónusta bænda Vestri Pétursey 2 (20 km frá Vík)
    Smáhýsi við rætur Péturseyjar í Mýrdal. Rúmgott smáhýsi fyrir 4 og stutt í gönguleiðir og aðra afþreyingu.
    Vestri Pétursey 2
    871 Vík
    Sími: 893-9907
    GPS: 63° 27,672‘N
    19° 16,171‘W
    Email: 
    petursey@isl.is
    Vefsíða: http://www.sveit.is/FarmDetails/647/vestri-petursey-ii-i-myrdal

    Ferðaþjónusta bænda Völlum (20 km frá Vík)
    Gistiheimili með 3 tveggja manna herbergji og 2 þriggja manna, öll með sér baðherbergi og einnig 4 tveggja manna herbergi með sameiginlegu baðherbergi.
    Tvö smáhýsi með svefnplássi fyrir 5 manns, eldhúsi og stofu.
    Veitingastaður með morgunverðarhlaðborði, veitingum allan daginn og kvöldverði.
    Vellir Farmholidays
    871 Vík
    Sími: 4871312
    GPS: 63° 27,354‘N
    19° 15,791‘W
    Email: 
    f-vellir@islandia.is
    Vefsíða:

    Ferðaþjónusta bænda Eystri Sólheimum (22 km frá Vík)
    Gisting í fjórum 2ja manna herbergjum og svefnpokapláss fyrir 7 manns. Morgunverður og eldunaraðstaða. Kvöldverður ef óskað er.
    Eystri Sólheimar Farmholidays
    871 Vík
    Sími: 4871316
    GPS: 63°29,471‘N
    19°16,946‘W
    Email: 
    eystrisolheimar@aol.com
    Vefsíða:

    Ferðaþjónusta bænda Sólheimahjáleigu (24 km frá Vík)
    Herbergi með sér- eða sameiginlegu baðherbergi. Merktar gönguleiðir á svæðinu og nálægt við búskapinn.
    Sólheimahjáleiga Farmholidays
    871 Vík
    Sími: 4871320
    GPS: 63°29,401‘N
    19°19,210‘W
    Email: 
    booking@solheimahjaleiga.is
    Vefsíða: 
    www.solheimahjaleiga.is

    Tjaldsvæðið Þakgili (22 km frá Vík)
    Tjaldsvæðið Þakgili er staðsett á Höfðabrekkuafrétti 14 km frá þjóðvegi 1 en vegurinn þangað er fær öllum bílum. Í Þakgili er stórt og flott tjaldsvæði ásamt 7 smáhýsum sem rúma fjóra hvern. Í smáhýsunum er eldhúskrókur. Sturta er á staðnum og eldunaraðstaða er í náttúrulegum, mjög rúmgóðum helli þar sem eru grill og borð.
    Tjaldsvæðið Þakgili
    Höfðabrekkuafréttur
    GSM: 893 4889
    GPS: 63° 31,818’N
    18° 53,298’W
    Email: 
    helga@thakgil.is
    Vefsíða: www.thakgil.is

  • Búið að ákveða keppnisgreinar á 3. Landsmóti UMFÍ í Vík

    Búið að ákveða keppnisgreinar á 3. Landsmóti UMFÍ í Vík

    Ákveðið hefur verið í hvaða  keppnisgreinum verður keppt í á 3. Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið verður í Vík í Mýrdal næsta sumar. Mótið er íþrótta – og heilsuhátíð með fjölbreyttri dagskrá. Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða.

    Framkvæmd mótsins verður í höndum Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS), Ungmennafélags Íslands og Mýrdalshrepps.

    Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund, sýningar, þríþraut og hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta.

    Frekari upplýsingar um gistiaðstöðu verður að finna inn á heimasíðu mótsins www.landsmotumfi50.is innan tíðar.

    Mynd: Frá 2. Landsmóti UMFÍ 50+ sem haldið var í Mosfellsbæ sl. sumar.