Category: Fréttir

Fréttir af starfi félagsins

  • Púttkeppni meðal vinsælustu keppnisgreina á 50+

    Púttkeppni meðal vinsælustu keppnisgreina á 50+

    Keppni í pútti hefur verið meðal vinsælustu keppnisgreina á landsmóti 50+.

    Þetta árið hefur skráningin verið góð og eru nokkur sæti laus fyrir þá sem hafa áhuga þannig að það er um að gera að drífa í að skrá sig.

    Golfklúbburinn í Vík er að búa til nýja púttflöt við Golfskálann sem verður notuð á Landsmótinu.

    Sérgreinastjóri í Púttkeppninni er Eggert Skúlason

    Skráning inn á síðu UMFÍ

     

  • Starfsgreinar á Landsmóti 50+

    Starfsgreinar á Landsmóti 50+

    Keppt verður í 5 starfsgreinum Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík

    • Búfjárdómum
    • Dráttarvélaakstri
    • Kjötsúpugerð
    • Ljósmyndamaraþoni
    • Pönnukökubakstri

    Yfirsérgreinastjóri er Anna Birna Þráinsdóttir

    Skráning á vefsíðu UMFÍ

  • Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

    Kynningarfundur á Landsmóti UMFÍ 50+ í Leikskálum

    Allir íbúar Mýrdalshrepps og nágrennis,félagar innan vébanda USVS auk allra sem að áhuga hafa fyrir landsmóti 50+ eru velkomnir á kynningarfund í Leikskálum þriðjudaginn 21.maí kl.20.

    Kynnt verður dagskrá Landsmóts UMFÍ 50+ sem haldið verður dagana     7.-9.júní í Vík. Einnig verður útskýrt hvernig hægt er að taka þátt sem keppandi og sjálfboðaliði, greinarnar kynntar sem og aðrir viðburðir í kringum mótið.

    Það er mikilvægt að allir íbúar standi saman að því að gera þetta mót hið glæsilegasta í alla staði. Gestir koma alls staðar að af landinu og þurfa þeir á þjónustu að halda alla helgina, verður þetta mikil kynning fyrir svæðið og því mikilvægt að vel takist til.

    Takið kvöldið frá og verið með okkur í að undirbúa þennan stóra viðburð í okkar sveitarfélagi.

    Landsmótskveðja,

    Mýrdalshreppur og USVS

  • Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

    Skráning hafin á Landsmót 50+ í Vík

    Kæru ungmennafélagar

     

    Nú er búið að opna fyrir skráningu á Landsmót UMFÍ 50 +. Mikilvægt er að fólk skrái sig sem fyrst til að hægt sé að átta sig á umfangi greina. Góð þátttaka hefur verið í boccia undafarin ár því er mikilvægt að fá skráningar í þá grein sem fyrst. Ef takmarka þarf í greinar komast þeir að sem skrá sig fyrst.

    Skráning fer fram http://skraning.umfi.is/50plus/ aðrar upplýsingar um mótið er að finna á http://umfi.is/umfi09/50plus/ eða á facebook síðu mótsins (Landsmót UMFÍ 50 +). Ég hlakka til að sjá ykkur sem flest á Landsmóti UMFÍ 50 + í Vík í Mýrdal helgina 7. – 9. júní.

  • Aðalfundur Umf. Skafta

    Aðalfundur Umf. Skafta verður haldinn í Tunguseli þann 21. apríl kl. 10:00.

    Venjuleg aðalfundarstörf.

    Stjórnin

  • 43.Sambandsþing USVS var haldið í Vík 16.mars

    43.Sambandsþing USVS var haldið í Vík 16.mars

    IMG_467443. Sambandsþing USVS var haldið í félagsheimilinu Leikskálum í Vík laugardaginn 16.mars. Þar voru m.a. veitt verðlaun fyrir Íþróttamann ársins og efnilegasta íþróttamann ársins. Að þessu sinni varð Þorsteinn Björn Einarsson frá Umf. Kötlu fyrir valinu sem íþróttamaður ársins og Svanhildur Guðbrandsdóttir var valin efnilegasti íþróttamaður ársins.

    Góður andi var á þinginu og skemmti fólk sér vel við almenn þingstörf.

    Ný stjórn var kosin og í henni sitja:

    • Ragnheiður Högnadóttir formaður
    • Pálmi Kristánsson gjaldkeri
    • Petra Kristín Kristinsdóttir ritari
    • Erla Þórey Ólafsdóttir meðstjórnandi
    • Ástþór Jón Tryggvason meðstjórnandi

    Varastjórn:

    • Ásta Alda Árnadóttir
    • Kristín Ásgeirsdóttir
    • Sigurður Elías Guðmundsson
  • Úrslit frá Frjálsíþróttamótinu á Klaustri

    Úrslit frá Frjálsíþróttamótinu á Klaustri

    Úrslitin úr Frjálsíþróttamótinu sem var haldið á Klaustri um síðustu helgi eru komin inn á netið. Hægt er að skoða þau með því að smella á þenna link Mótaforrit FRÍ

    Mótið gekk vel fyrir sig og tóku 50 keppendur þátt í mótinu. Gaman var að fylgjast með krökkunum sem voru að taka sín fyrstu skref í keppni og sáust stundum skemmtilegar taktar og tilburðir.

    Myndir af mótinu eru komnar á vefinn.

  • Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

    Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur fyrir

    Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur nú fyrir. Ungmennasamband Vestur – Skaftafellssýslu (USVS) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í góðu samstarfi við Mýrdalshrepp.

    Aðstaðan í Vík í Mýrdal er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Glæsilegur 9 holu gorvöllur er í Vík sem einnig verður nýttur fyrir mótið í sumar.

    Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, Boccia, Bidds, Frjálsar íþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Hjólreiðar, Leikfimi dans, Línudans, Pútt, Ringó, Skák, Sund, Starfsíþróttir, Hringdansar og Þríþraut.

    DAGSKRÁ

    Föstudagur 7. júní

    Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni

    Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

     

    Laugardagur 8. júní

    Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, (opið öllum)

    Kl. 09:00-15:00 Hjólreiðar

    Kl. 08:00–19:00 Golf

    Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit (íþróttahús)

    Kl. 12:00–19.00 Bridds

    Kl. 11:00–12:00 Zumba (opið öllum)

    Kl. 12:00–14.00 Sund

    Kl. 13:00–15:00 Línudans (Íþróttahús)

    Kl. 13:00–16:00 Hestaíþróttir

    Kl. 13:00–17:00 Skák

    Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

    Kl. 14.00–18:00 Frjálsar íþróttir

    Kl. 16:00–18:00 Sýningar

    Kl. 16:00–19:00 Almenningshlaup (opið öllum)

    Kl. 20:00–21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)

     

    Sunnudagur 9. júní

    Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi (opið öllum)

    Kl. 09:30- 12:30 Pútt

    Kl. 09:00–13.00 Þríþraut

    Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

    Kl. 10:00–13:00 Frjálsar íþróttir

    Kl. 10:00–12:00 Pönnukökubakstur

    Kl. 10:00–14.00 Ringó íþróttahús

    Kl. 10:00–14:00 Skák

    Kl. 14:00–14:30 Mótsslit (opið öllum)

     

    Mynd: Vík í Mýrdal

  • Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

    Skrifað undir samninga vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ í Vík í Mýrdal

    Sl. föstudag voru undirritaðir samningar í Vík Mýrdal vegna 3. Landsmóts UMFÍ 50+ á milli landsmótsnefndar og Mýrdalshrepps og Ungmennafélags Íslands og Ungmennasambands Vestur-Skaftafellssýslu.

    Aðstaðan í Vík í Mýrdal er mjög góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni sem byggð var fyrir unglingalandsmótið sem þar var haldið 2005.

    Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Ennfremur er glæsilegur 9 holu golfvöllur.

    Keppnisgreinar á mótinu verða: Almenningshlaup, frjálsar íþróttir, boccia, golf, bridds, hestaíþróttir, hjólreiðar, leikfimi dans, línudans, pútt, ringó, skák, sund, starfsíþróttir, hringdansar, sýningar/leikfimi og þríþraut.

    Mynd: Frá undirritun samningsins í Vík í Mýrdal. Frá vinstri er Elín Einarsdóttir, oddviti Mýrdalshrepps, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, og Ragnheiður Högnadóttir formaður USVS.

  • 43.Sambandsþing USVS verður haldið 16.mars

    43.Sambandsþing USVS verður haldið 16.mars

    Ath. Breytt dagsetning

    43. Sambandsþing USVS verður haldið í Leikskálum í Vík laugardaginn 16. mars nk. kl. 10:00 – 18:00.

    Hér með er formlega boðað til þings, en samkvæmt lögum USVS þarf að boða til þings með amk. mánaðar fyrirvara.
    Rétt til setu á þinginu eiga 35 fulltrúar frá 7 aðildarfélögum USVS. Kjörbréf og tillögur verða sendar til félaga og ráða með seinna fundarboði.

    Tillögur frá aðildarfélögum verða að berast á skrifstofu USVS tímanlega ef félagið er með einhver málefni sem stjórn þess vill koma á framfæri á héraðsþinginu í formi tillögu.
    Stjórn USVS fer yfir tillögurnar á síðasta stjórnarfundi fyrir þing og sendir út tillögur til aðildarfélaganna nokkru fyrir þing.

    Tillögur um lagabreytingar þurfa samkvæmt lögum USVS að berast stjórn USVS með tveggja vikna fyrirvara, eða í síðasta lagi 2. mars nk. En frestur til þess hefur verið lengdur til 10.mars vegna tilfærslu á dagsetningu þingsins.