3. Landsmót Ungmennafélags Íslands 50+ verður haldið í Vík í Mýrdal dagana 7.-9. júní í sumar. Aðstæður allar í Vík eru til fyrirmyndar en mikið uppbyggingarstarf fór fram samfara unglingalandsmótinu sem haldið var 2005 í bænum. Byggður var fyrsta flokks frjálsíþróttavöllur en auk hans eru góðar aðstæður í íþróttahúsinu og til keppni í sundi.

Flemming

Ásamt keppni í hinum ýmsu íþróttagreinum verða afþreying fyrir keppendur og gesti. Einnig verður boðið upp á fræðslu um hollustu og heilbrigðan lífsstíl ásamt fjöldi annarra viðburða. Keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, boccia, bridds, golf, frjálsar hestaíþróttir, hringdansar, línudans, pútt, ringó, skák, starfsíþróttir, sund, sýningar, þríþraut og hjólreiðar. Allir á aldrinum 50 ára og eldri geta skráð sig til þátttöku.

 

Haldið var námskeið í boccia í Vík í Mýrdal í gær í tengslum við Landsmótsnefndarfund UMFÍ 50+ sem haldinn var í gærkvöldi. Sigurður Guðmundsson Landsfulltrúi UMFÍ kynnti Landsmót UMFÍ 50+ sem fram fer í Vík í Mýrdal í sumar fyrir boccia spilurum.

 

Flemming Jessen, sem sæti á í landsmótsnefnd, fór svo yfir undirstöðuatriðið í boccia og dómgæslu. Mikil ánægja var með námskeiðið og sáust góðir taktar hjá spilurum. Þeir sem vilja fá námskeið til sín í boccia, inni pútti eða öðrum greinum er bent á að hafa samband við Sigurð sigurdur@umfi.is eða í síma 5682929.