Á 52. Sambandsþingi USVS var Sigríður Ingibjörg Einarsdóttir valin Íþróttamaður USVS 2021.  Sigríður Ingibjörg hefur átt gott ár. Hún varð Íslandsmeistari í 100 m skeiði ungmenna og í 2. sæti í 150 m skeiði ungmenna með Hryssuna Ylfu frá Miðengi Sigríður Ingibjörg er fyrsti Sindrafélaginn til að verða Íslandsmeistari í sögu félagsins. Sigíður var tilnefnd sem efnilegasti knapi ársins hjá Landsambandi Hestamanna og var í 24 knapa úrtaki inn í Landsliðið en komst ekki inn að sinni.

Egill Atlason Waagfjörð frá Ungmennafélaginu Kötlu og Svanhildur Guðbrandsdóttir frá Hestamannafélaginu Kópi voru einnig tilnefnd sem íþróttamaður ársins 2021