Á 51. Ársþingi USVS var Svanhildur Guðbrandsdóttir valin Íþróttamaður USVS 2020. Aðalkeppnishross Svanhildar hefur verið Aðgát frá Víðivöllum fremri og Pittur frá Víðivöllum fremri. Svanhildur hefur staðið sig vel á þeim mótum sem hún hefur keppti á árið 2020 og í lok árs 2020 var Svanhildur valin í ungmennalandslið Íslands í hestaíþróttum. Svanhildur er flott fyrirmynd. Hún er reglusöm, duglegur námsmaður og virkilega samviskusöm í þeim verkefnum sem hún tekur sér fyrir hendur.

Engin lýsing til

Sanne V. Hezel og Sabina Victoria voru tilnefndar til að verða íþróttamaður USVS. Lárus Guðbrandsson tók á móti verðlaunum fyrir hönd Svanhildar.