Drög að dagskrá 3. Landsmóts UMFÍ 50+ liggur nú fyrir. Ungmennasamband Vestur – Skaftafellssýslu (USVS) er mótshaldari að Landsmóti UMFÍ 50+ í Vík í góðu samstarfi við Mýrdalshrepp.

Aðstaðan í Vík í Mýrdal er nokkuð góð til að halda Landsmót UMFÍ 50+. Íþróttahús er í Vík sem er sambyggt við sundlaugina á staðnum. Góð frjálsíþróttaaðstaða er á staðnum með gerviefni. Sparkvöllur er á staðnum sem og tveir reiðvellir. Glæsilegur 9 holu gorvöllur er í Vík sem einnig verður nýttur fyrir mótið í sumar.

Fyrirhugaðar keppnisgreinar á mótinu eru: Almenningshlaup, Boccia, Bidds, Frjálsar íþróttir, Golf, Hestaíþróttir, Hjólreiðar, Leikfimi dans, Línudans, Pútt, Ringó, Skák, Sund, Starfsíþróttir, Hringdansar og Þríþraut.

DAGSKRÁ

Föstudagur 7. júní

Kl. 12:00–19:00 Boccia undankeppni

Kl. 20:00–21:00 Mótssetning og skemmtiatriði (opið öllum)

 

Laugardagur 8. júní

Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi, (opið öllum)

Kl. 09:00-15:00 Hjólreiðar

Kl. 08:00–19:00 Golf

Kl. 09:00–11:30 Boccia úrslit (íþróttahús)

Kl. 12:00–19.00 Bridds

Kl. 11:00–12:00 Zumba (opið öllum)

Kl. 12:00–14.00 Sund

Kl. 13:00–15:00 Línudans (Íþróttahús)

Kl. 13:00–16:00 Hestaíþróttir

Kl. 13:00–17:00 Skák

Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 14.00–18:00 Frjálsar íþróttir

Kl. 16:00–18:00 Sýningar

Kl. 16:00–19:00 Almenningshlaup (opið öllum)

Kl. 20:00–21:00 Skemmtidagskrá (opið öllum)

 

Sunnudagur 9. júní

Kl. 08:00–08:30 Sundleikfimi (opið öllum)

Kl. 09:30- 12:30 Pútt

Kl. 09:00–13.00 Þríþraut

Kl. 14:00–15:00 Söguganga um Vík í Mýrdal, lagt af stað frá íþróttahúsi (opið öllum)

Kl. 10:00–13:00 Frjálsar íþróttir

Kl. 10:00–12:00 Pönnukökubakstur

Kl. 10:00–14.00 Ringó íþróttahús

Kl. 10:00–14:00 Skák

Kl. 14:00–14:30 Mótsslit (opið öllum)

 

Mynd: Vík í Mýrdal